Má ekki fækka búðum í miðbænum

Ekki er heimilt að breyta verslunum á jarðhæð á Skólavörðustíg …
Ekki er heimilt að breyta verslunum á jarðhæð á Skólavörðustíg í veitingastaði eins og staðan er í dag. Rax / Ragnar Axelsson

Eins og staðan er í dag er ekki hægt að lækka frek­ar hlut­fall smá­sölu­versl­un­ar á jarðhæð við Banka­stræti, Lauga­veg og Skóla­vörðustíg vegna starf­sem­is­k­vóta Reykja­vík­ur­borg­ar. Sæki menn um að breyta starf­semi versl­un­ar í veit­inga­hús á þess­um svæðum verður því synjað. 

Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs á stöðu götu­kvóta við fyrr­nefnd­ar göt­ur. Þar seg­ir að götu­hliðarn­ar sem lúta ákvæðum um 70% lág­mark smá­sölu­versl­un­ar og 50% lág­mark smá­sölu­versl­un­ar séu und­ir viðmiðum. Við breyt­ing­ar á starf­semi skuli því stuðla að því að auka hlut­fall smá­sölu­versl­un­ar á svæðunum.

Eng­in ein notk­un verði ríkj­andi

Í miðborg Reykja­vík­ur eru í gildi götu­kvót­ar er varða starf­semi ann­ars veg­ar og út­lit og virkni hins veg­ar en mark­mið þeirra er að vernda og efla smá­sölu­versl­un. Þeim er ætlað að stuðla að fjöl­breyttri starf­semi, styrkja samþjöpp­un smá­sölu­versl­un­ar og sam­fellu í versl­un­ar­göt­um, stuðla að heild­ar­mynd og efla mann­líf.

Kvót­arn­ir eiga þó aðeins við um jarðhæðir bygg­inga þar sem götu­hliðarn­ar eru tald­ar hafa margs kon­ar áhrif á ásýnd og and­rúm götu­rým­is­ins.

Kvót­arn­ir eiga ræt­ur að rekja til þró­un­ar­áætl­un­ar miðborg­ar­inn­ar sem var samþykkt á ár­inu 2000 og koma fram í aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar frá 2010 til 2030. Í þró­un­ar­áætl­un­inni kem­ur fram að hefð sé fyr­ir marg­vís­legri notk­un hús­næðis í miðborg­ar­kjarn­an­um, hjarta Reykja­vík­ur, og að borg­ar­yf­ir­völd vilji styrkja sér­kenni hans og stuðla að því að eng­in ein notk­un verði ríkj­andi. „Því verður leit­ast við að halda jafn­vægi milli hinna ýmsu þátta þeirr­ar marg­vís­legu notk­un­ar sem hæf­ir þess­um hluta borg­ar­inn­ar,“ seg­ir í þró­un­ar­áætl­un­inni.

Væri veit­ingastaður í flest­um rým­um

Hjálm­ar Sveins­son, formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir skipu­lags­full­trúa fara eft­ir kvóta­regl­un­um og því komi mál ekki til um­fjöll­un­ar hjá ráðinu ef starf­semi fell­ur ekki inn­an hlut­falls­ins sem hann tek­ur fram að sé mis­mun­andi á hverj­um tíma. „Lín­urn­ar eru al­veg skýr­ar,“ seg­ir hann. „Menn eru al­mennt sam­mála um að það væri komið kaffi­hús eða veit­inga­hús í flest rými ef regl­urn­ar hefðu ekki verið sett­ar,“ seg­ir hann og bæt­ir við að þær séu að breskri fyr­ir­mynd.

Þriggja pró­senta skekkju­mörk eru þó heim­il frá settu hlut­falli en við Banka­stræti og Lauga­veg upp að Klapp­ar­stíg, þar sem kveðið er á um 70% lág­mark versl­un­ar, er hlut­fallið nú 63%. Á Laug­ar­vegi milli Klapp­ar­stígs og Vatns­stígs þar sem hlut­fallið á einnig að vera 70%, er hlut­fallið 67%. Sama staða er á Skóla­vörðustíg frá Banka­stræti og að Týs­götu þar sem hlut­fallið er 64%.

Þá er hlut­fall versl­ana enn lægra á Skóla­vörðustíg frá Týs­götu að Bald­urs­götu, eða 24%, en kveðið er á um 50% lág­marks smá­sölu­versl­un. 

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs.
Hjálm­ar Sveins­son, formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs. Rax / Ragn­ar Ax­els­son
Kvótarnir voru settir til þess að stuðla að samfellu í …
Kvót­arn­ir voru sett­ir til þess að stuðla að sam­fellu í versl­un­ar­göt­um. mbl.is/​Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK