Vill kaupa bestu hluta lánasafns ÍLS

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ari­on banki hef­ur áhuga á að kaupa „bestu hluta“  lána­safns Íbúðalána­sjóðs, seg­ir Hösk­uld­ur H. Ólafs­son, for­stjóri bank­ans. Bank­inn hef­ur látið stjórn­völd vita af áhuga bank­ans á lána­safn­inu. Hösk­uld­ur legg­ur til að fé­lags­leg starf­semi ÍLS og LÍN verði sam­einuð und­ir hatti Lands­bank­ans, á meðan bank­inn er í rík­is­eigu.

Þetta kem­ur fram í frétt Bloom­berg þar Hösk­uld­ur sagðist ekki skilja hvers vegna ríkið þyrfti að reka viðskipta­banka, íbúðlána­sjóð, lána­sjóð náms­manna auk annarra sjóða og lagði til að starf­sem­in yrði sam­einuð. Rík­inu bæri hins veg­ar áfram að sinna þeim hluta hús­næðismarkaðar­ins sem einkaaðilum þykir ekki fýsi­leg­ur.

Í lok janú­ar nam heild­ar­lána­safn Íbúðalána­sjóðs um 612,4 millj­örðum króna en sam­an eru um 65 pró­sent hús­næðislána lands­ins annað hvort hjá Lands­bank­an­um eða ÍLS.

Í skýrslu sendi­nefnd Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins hér á landi frá því í des­em­ber sagði að stjórn­völd ættu að huga að því að leysa upp Íbúðalána­sjóð með skipu­leg­um hætti til að lág­marka kostnað rík­is­ins og kerf­isáhættu. Jafn­framt ætti að leita sam­stöðu um helstu fé­lags­leg mark­mið íbúðalána áður en arf­taka stofn­un­ar­inn­ar verður komið á fót.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK