Áfengi í neðra þrep virðisaukaskatts

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

Endurskoðun á lögum og reglugerðum vegna kaupa á þjónustu að utan og færsla á sölu áfengis í neðra þrep virðisaukaskatts er meðal þess sem er til skoðunar í næstu skrefum í átt að einfaldara virðisaukaskatts- og vörugjaldakerfi.

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði á árinu 2014 þriggja manna stýrihóp til að gera tillögur að einfaldara og skilvirkara virðisaukaskatts- og vörugjaldakerfi. Stýrihópnum er ætlað að starfa út kjörtímabilið og lauk fyrsta áfanga í endurskoðun kerfisins með lagabreytingum sem tóku gildi 1. janúar 2015. Í þeim fólst stór áfangi í átt til meiri skilvirkni. „Þannig tókst að minnka til muna bilið milli almenna virðisaukaskattsþrepsins og lægra virðisaukaskattsþrepsins, breikka og samræma skattstofn virðisaukaskatts gagnvart ferðaþjónustunni í takt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur, auk brottfalls almenna vörugjaldsins sem er stórt framfararskref í átt til einfaldari neysluskattlagningar,“ segir í frétt á vef fjármálaráðuneytisins.

Að fengnum tillögum frá stýrihópnum um framhald vinnunnar  hefur fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að vinnu stýrihópsins út kjörtímabilið verði skipt upp í fimm verkþætti:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK