Hægur bati á evrusvæðinu

AFP

Verðlag lækkaði minna á evru­svæðinu í fe­brú­ar en spáð hafði verið og eins dró úr at­vinnu­leysi í sama mánuði. Þrátt fyr­ir þetta er enn mik­il hætta á að verðhjöðnun verði viðvar­andi á svæðinu.

Vísi­tala neyslu­verðs lækkaði um 0,3% sem er mun minna en í janú­ar þegar hún lækkaði um 0,6%. Er það einkum orku­verð sem hef­ur áhrif til lækk­un­ar en í fe­brú­ar lækkaði það um 7,9%. Það er hins veg­ar minni lækk­un en í janú­ar þegar orku­verð lækkaði um 9,3%.

At­vinnu­leysi mæl­ist nú 11,2% en var 11,3% í des­em­ber. Er þetta minnsta at­vinnu­leysi á evru­svæðinu frá því í apríl 2012.

Evru­svæðið hef­ur verið í hæg­um bata eft­ir langvar­andi skuldakreppu. Hins veg­ar nam hag­vöxt­ur­inn ein­ung­is 0,2% á þriðja árs­fjórðungi 2014 og 0,3% á þeim fjórða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka