Tapið mun aukast ár frá ári

Pósthúsið í Austurstræti.
Pósthúsið í Austurstræti. Ómar Óskarsson

Ísland­s­póst­ur tapaði 43 millj­ón­um króna á ár­inu 2014 en fækk­un bréfa á ár­inu leiddi til þess að kostnaður við dreif­ingu þerra jókst og dugðu verðhækk­an­ir ekki til að standa und­ir kostnaði. Með áfram­hald­andi fækk­un bréfa má bú­ast við frek­ara tapi á næstu árum og mun það aukast ár frá ári og rýra eigið fé fé­lags­ins ef ekki verður gripið til nauðsyn­legra aðgerða sem háðar eru breyt­ing­um á lög­um og regl­um um póstþjón­ustu.

Þetta er haft eft­ir Ingi­mundi Sig­urpáls­syni, for­stjóra Ísland­s­pósts, í af­komu­til­kynn­ingu fé­lags­ins.

Tekj­ur á ár­inu juk­ust um 7,2% og námu um 7,2 millj­örðum króna. Kostnaður jókst þá einnig um 5,6% frá fyrra ári og nam um 6,8 millj­örðum króna. Skuld­ir Ísland­s­pósts námu 2,5 millj­örðum króna í árs­lok 2014 og eigið fé 2,3 millj­örðum. Eig­in­fjár­hlut­fall var 47% í árs­lok 2014 miðað við 49% árið áður.

Minni kostnaður við af­nám einka­rétt­ar rík­is­ins

„Á næstu árum verður sjón­um fyrst og fremst beint að grunn­rekstri og tengd­um þjón­ustu­sviðum. Þar að auki þarf að vinna að breyt­ing­um á lög­um og reglu­gerðum um póstþjón­ustu sem miða að því að laga þjón­ustu að þörf­um viðskipta­vina, auka hagræðingu og hafa augu opin fyr­ir nýj­um tæki­fær­um, nýj­um sam­starfsaðilum og sam­legð við ann­an arðbær­an rekst­ur,“ er haft eft­ir Ingi­mundi.

„Viðskipta­mód­el Ísland­s­pósts án alþjón­ustu­skyldu, sem unnt væri að inn­leiða við af­nám einka­rétt­ar rík­is­ins á póstþjón­ustu, gef­ur mögu­leika á að lækka kostnað við dreifi­kerfi fé­lags­ins um allt að 1.200 millj­ón­ir króna. og get­ur það skapað svig­rúm til þess að lækka burðar­gjöld bréfa um fjórðung frá því sem nú er,“ er haft eft­ir Ingi­mund­ur í til­kynn­ingu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK