Íslendingar á tánum vegna silfurvasa

Silfurlitaði vasinn er vinsæll líkt og sá bronslitaði.
Silfurlitaði vasinn er vinsæll líkt og sá bronslitaði. Mynd/Kähler

„Upphaflega ætluðum við bara að koma vösunum beint í búðina en síðan vorum við að fá tugi símatala á dag vegna þeirra og hugsuðum að betra væri að geta beint öllum í eina átt í stað þess að vísa fólkinu frá,“ segir Úlfar Fin­sen, eig­andi húsgagnaverslunarinnar Mód­ern.

Forsala á silfurlituðum Omaggio vösum, sem staðið hefur staðið yfir í um tíu daga, lýkur bráðlega en hundruð vasa hafa þegar selst og er fyrsta pöntunin að verða uppseld. Það vakti athygli í fyrra þegar allt ætlaði um koll að keyra þegar takmarkað upplag af bronslituðum Omaggio vösum fór í sölu en vasarnir seldust snögglega upp og vefverslun Módern hrundi undan álaginu.

Fyrsta upplagið er uppselt

Silfurlitaði vasinn kemur ekki í takmörkuðu magni líkt og sá bronslitaði en ljóst er að margir bíða spenntir og ætla að tryggja sér eintak. Úlfar bendir á að vasarnir séu handmálaðir og taki því tíma í framleiðslu og segir að fyrsta upplag hjá framleiðanda sé þegar uppselt.

Fyrstu vasarnir lenda hjá Módern þann 6. maí og von er á annarri pöntun í júní. „Það er sniðugt að dreifa álaginu þar sem við verðum aðeins þrjú til fjögur að afgreiða þegar vasarnir koma og ráðum þá kannski ekki alveg við fjöldann miðað við eftirspurnina,“ segir Úlfar léttur í bragði.

Fleiri en Íslendingar vitlausir í vasann

Þetta er einungis önnur varan sem Módern hefur þurft að efna til forsölu vegna, en sú fyrri var bronslitaða útgáfa vasans. Aðspurður segir hann fólk virðast aðeins afslappaðra í þetta skipti sökum þess að sá silfurlitaði kemur ekki í takmörkuðu upplagi. „En þetta er bara vinsælt úti um allt. Menn segja að Íslendingar missi sig í þessum kaupum en ég þekki marga í Skandinavíu í þessum rekstri og brjálæðið er alveg jafn mikið annars staðar,“ segir Úlfar.

Þegar 200 stykki af bronslituðum Omaggio vasa fóru í sölu …
Þegar 200 stykki af bronslituðum Omaggio vasa fóru í sölu í vef­versl­un Mód­ern á í desember hrundi vefsíða fyr­ir­tæk­is­ins vegna álags.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka