Níu milljóna gjaldþrot hjá Catalinu

Saga Catalinu kom út árið 2010.
Saga Catalinu kom út árið 2010.

Tæpum níu milljónum króna var lýst í eignalaust þrotabú Exclusive Boutique C. Ncogo ehf. Félagið var í eigu Catalinu Ncogo og hélt utan um rekstur tískuvöruverslunar hennar Miss Miss í Holtagörðum.

Í Lögbirtingarblaðinu í dag kemur fram að skiptum var lokið þann 12. febrúar síðastliðinn. 

Mbl greindi frá því í síðustu viku að farið hefði verið fram á gjaldþrotaskiptin vegna van­gold­inn­ar launakröfu starfs­manns sem hætti vegna ágrein­ings við Catalinu. Launakrafan hljóðaði upp á 154 þúsund krónur og sá VR um innheimtuna. 

Í fyrra sam­tali við mbl sagðist Ca­tal­ina hafa sett fé­lagið í þrot til þess að losna und­an leigu­samn­ingi verslunarinnar í Holtagörðum. Þá hefur einnig einnig sagt frá áform­um um að opna nýj­ar Miss Miss versl­an­ir.

Líkt og áður hef­ur verið greint frá var Ca­tal­ina dæmd í 2½ árs fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­ness í des­em­ber 2009 fyr­ir hag­nýt­ingu vænd­is og fíkni­efna­brot. Hæstirétt­ur þyngdi þann dóm hins veg­ar í 3½ ár í júní 2010. Þá var hún einnig dæmd í 15 mánaða fang­elsi í júlí 2010 fyr­ir milli­göngu um vændi, lík­ams­árás og brot gegn vald­stjórn­inni og var dóm­ur­inn hegn­ing­ar­auki við fyrri dóm. Ca­tal­ina var hins veg­ar sýknuð af ákærðu fyr­ir man­sal.

Hún sat inni í tvö ár í kvennafang­els­inu í Kópa­vogi og var lát­in laus í júní 2011.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK