Búið í haginn fyrir losun hafta

Breytingar hafa verið gerðar á undanþágulistum Seðlabanka Íslands vegna fjármagnshaftanna sem birtir eru á vefsíðu bankans á grundvelli reglna og laga um gjaldeyrismál. Listanir takmarkast nú við ríkisvíxla og eitt ríkisskuldabréf, þ.e. RIKB 15 0408. Þar með fækkar flokkum fjármálagerninga á undanþágulista segir í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum.

„Fjármagnshreyfingar á milli landa, vegna viðskipta með þá flokka fjármálagerninga sem tilgreindir eru á núgildandi lista, eru því enn undanþegnar takmörkunum laga um gjaldeyrismál að uppfylltum þeim skilyrðum sem nánar greinir í 2. og 3. gr. reglna um gjaldeyrismál. Seðlabankinn áskilur sér rétt til að endurskoða gildandi undanþágulista í ljósi aðstæðna hverju sinni,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Þá hefur reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál verið breytt samhliða breytingu á undanþágulistunum. Eigendum þeirra flokka skuldabréfa sem ekki njóta lengur undanþágu er heimilt að selja fjármálagerninga sína. Á hinn bóginn verður ekki heimilt að fjárfesta í öðrum flokkum en þeim sem njóta undanþágu samkvæmt ákvörðun bankans. Þá segir að krónueignir, sem gjarnan sé víað til sem aflandskróna og bundnar séu af höftunum, nemi um þessar mundir tæplega 15% af landsframleiðslu.

„Tilgangur með ofangreindum breytingum er að búa í haginn fyrir frekari skref að losun fjármagnshafta. Þau felast m.a. í því að eigendum þessara krónueigna verða boðnir fjárfestingakostir sem draga verulega úr líkum á óstöðugleika við losun fjármagnshafta. Tímasetning þeirra breytinga á undanþágulistum sem nú eru kynntar miðar m.a. að því að varðveita skilvirkni skuldabréfamarkaða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK