Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ákvað í morgun að lækka laun helstu embættismanna landsins, þar á meðal sín eigin. Nemur launalækkunin um tíu prósentum.
Á sama tíma tilkynnti forsetinn að ráðuneytin í Moskvu þyrftu að spara um 10% á næstu mánuðum og að rússneskum embættismönnum myndi jafnframt fækka um 5-20%.
Ástæðan er sögð sú að efnahagur landsins er á fallandi fæti. Gengi rúblunnar hefur veikst umtalsvert upp á síðkastið og þá hefur olíuverð farið hríðlækkandi, eins og kunnugt er.
Launalækkunin gildir frá 1. mars og til áramóta.