Hættir að botna í vinsældunum

Skyrið rýkur út á Norðurlöndunum.
Skyrið rýkur út á Norðurlöndunum.

Velta Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar og sam­starfsaðila á skyr­markaði er­lend­is svar­ar til um 40 pró­sent af heild­ar­veltu fyr­ir­tæk­is­ins á Íslandi. „Finn­land er í slík­um vexti að við erum al­veg hætt­ir að skilja það,“ seg­ir Jón Axel Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs MS. Í heild­ina voru um tíu þúsund tonn af skyri seld á Norður­lönd­un­um, utan Íslands, á síðasta ári en til þess að setja það í sam­hengi jafn­gild­ir það í þyngd um 66 steypireyðum eða nærri 60 millj­ón skyr­dós­um.

Starf­semi MS er­lend­is er þríþætt; Í fyrsta lagi flyt­ur fyr­ir­tækið eins mikið út af skyri og hægt er miðað við þann inn­flutn­ingskvóta sem MS er með í Evr­ópu. Í öðru lagi er skyr fram­leitt í Dan­mörku og Nor­egi af sam­starfsaðilum sem hafa til þess fram­leiðslu­sér­leyfi. Mjólk­ur­sam­sal­an fær þá pró­sentu af söl­unni fyr­ir tækniþekk­ingu og ráðgjöf auk þess sem sam­eig­in­lega er unnið að þróun og markaðssetn­ingu. Í þriðja lagi læt­ur MS sam­starfsaðila sinn í Dan­mörku fram­leiða skyr sem það sel­ur áfram til Finn­lands til að anna þeim gríðarlega vexti sem þar er og ekki er toll­frjáls kvóti fyr­ir.

Velt­an af skyr­inu hjá sam­starfsaðilum MS slag­ar upp í níu millj­arða króna að sögn Jóns Ax­els. „Ávinn­ing­ur­inn af þess­ari starf­semi okk­ar er mun meiri en er af inn­lendu starf­sem­inni,“ seg­ir Jón.

Anna ekki eft­ir­spurn­inni

Af 10 þúsund tonn­un­um fóru þrjú þúsund til Finn­lands í fyrra og þá var 200% vöxt­ur í söl­unni. Þar af voru um 2.600 fram­leidd í Thise-mjólk­ur­bú­inu í Dan­mörku en rest­in á Íslandi. Skyrið í Finn­landi hef­ur frá ár­inu 2010 verið selt í sam­starfi við finnska aðila sem rák­ust á skyrið á ferðalagi um Ísland. 

Jón Axel seg­ir þá nú panta allt að 1,2 millj­ón­ir skyr­dósa í viku en heild­araf­kasta­get­an er 600 þúsund dós­ir og er MS því ein­ung­is að anna um helm­ingi af því sem pantað er frá Finn­landi þessa dag­ana. „Þessi viðskipti eru mjög arðbær fyr­ir okk­ur og urðu meðal ann­ars til þess að af­koma MS var betri í fyrra en árið áður,“ seg­ir Jón Axel.

MS er eini aðil­inn sem sel­ur skyr á finnska markaðnum, en skyrið á í harðri sam­keppni við aðrar prótein­vör­ur frá Arla, Valio og Dano­ne. Þrátt fyr­ir harða sam­keppni við þessi stóru fyr­ir­tæki í Finn­landi er það ís­lenska skyrið sem hef­ur for­ystu á prótein­markaðnum. „Við telj­um að svo sé vegna þess að skyrið er besta var­an,“ seg­ir Jón Axel.  MS er með einka­leyfi á heit­inu „Skyr“ í Finn­landi, sem þeir fengu vegna svo­kallaðrar markaðsfestu. MS er einnig með einka­rétt á skyri í Nor­egi en ekki hef­ur verið fall­ist á slík­an rétt í Dan­mörku og Svíþjóð.

Dýr­ara en sam­keppn­is­vör­ur

MS er með 60% af heild­ar­markaði skyrs á Norður­lönd­um á sama tíma og Arla er talið vera með um 40%. Skyrið er al­mennt dýr­ara í Nor­egi, Svíþjóð og Finn­landi held­ur en það er á Íslandi. Verðið í Dan­mörku er þó svipað og á Íslandi. Skyr­dós­in í Finn­landi kost­ar um 200 krón­ur út úr búð og allt að 400 krón­ur út úr versl­un í Nor­egi.

Skoða Banda­rík­in

Auk Norður­land­anna er MS einnig að flytja skyr út til Banda­ríkj­anna, þar sem það er selt í versl­un­um Whole Foods. Jón Axel seg­ir út­flutn­ing­inn þangað þó blikna í sam­an­b­urði við Skandi­nav­íu og sé ein­ung­is um 90 tonn á ári og skipti af­komu MS ekki neinu máli. Hann bæt­ir við að eina leiðin til þess að gera eitt­hvað af al­vöru í Banda­ríkj­un­um sé að fram­leiða á staðnum sök­um mik­ils flutn­ings­kostnaðar.

Aðspurður seg­ir hann það vera í kort­un­um og hef­ur Mjólk­ur­sam­sal­an átt í viðræðum við banda­ríska fjár­festa um fram­leiðslu og markaðssetn­ingu. „MS er ekki fyr­ir­tæki sem fer í áhættu­starf­semi er­lend­is og því þarf að gera þetta í sam­starfi við þessa aðila. Það þarf til mikla markaðspen­inga vegna harðar sam­keppni þar í landi,“ seg­ir hann.

Rekst­ur Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar skilaði á síðasta ári 322 millj­óna króna af­gangi sem er um þriðjungi betri af­koma en árið áður. 

Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS.
Jón Axel Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og markaðssviðs MS. Morg­un­blaðið/​Golli
MS er með um 60% markaðshlutdeild á skyrmarkaðnum á Norðurlöndum.
MS er með um 60% markaðshlut­deild á skyr­markaðnum á Norður­lönd­um. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK