Landsframleiðslan aldrei meiri

Landsframleiðslan er nú um 0,6% að meiri að raunvirði en …
Landsframleiðslan er nú um 0,6% að meiri að raunvirði en á árinu 2008. Morgunblaðið/Ómar

Alls nam verg landsframleiðsla á síðasta ári 1.993 milljörðum króna og hefur hún aldrei verið meiri. Hagkerfið hefur endurheimt sig eftir fallið sem varð í landsframleiðslunni á árunum 2008 til 2010 og er landsframleiðslan nú 0,6% að meiri að raunvirði en á árinu 2008. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var hagvöxturinn á árinu 1,9%

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem jafnframt er bent á að töluverður vöxtur þjóðarútgjalda hafi mælst á síðasta ári en þau eru samtala einkaneyslu, samneyslu og fjárfestingar. Vöxturinn milli ára nam 5,3% og er það talið gefa til kynna að hagkerfið sé á verulegu skriði um þessar mundir. 

Hagvöxturinn var þó undir væntingum allra þeirra sem gefa út þjóðhagsspár en opinberar spár liggja á bilinu 2,0% til 3,1%. Að meðaltali gerðu spár ráð fyrir um 2,8% vexti. Hluti spáskekkjunnar felst í vanmati á vexti innflutnings og að vöxtur hans hafi ekki skilað sér með samsvarandi hætti í aukningu einkaneyslu og fjárfestingar í tölum Hagstofunnar.

Einkaneyslan ekki náð sömu gildum

Ólíkt landsframleiðslunni í heild hefur einkaneyslan ekki náð aftur þeim gildum sem hún var í fyrir fall viðskiptabankanna þrátt fyrir kröftugan vöxt á seinasta ári. Árið 2014 var einkaneyslan 1.048 milljarðar sem er 8,7% minna að raunvirði en árið 2007 og 2,3% minna en árið 2006.

Þessi munur skýrist að einhverju leyti af því að á árunum fyrir 2008 voru heimilin að auka skuldir sínar og sú skuldsetning kom að einhverju leyti fram í einkaneyslu, en á síðustu árum hafa heimilin verið að minnka skuldir sínar

Einkaneysla hefur ekki náð því sem hún var árið 2007
Einkaneysla hefur ekki náð því sem hún var árið 2007 Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK