Lággjaldaflugfélagið WOW air gerir ráð fyrir að fjöldi farþega hjá félaginu vaxi um 65% á þessu ári og að áfram góður vöxtur á næsta ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, á vefsíðunni Túristi.is.
Skúli er meðal annars spurður hvort það hafi verið mistök að innleiða handfarangursgjald vegna handfarangurs þyngri en 5 kíló. Segir hann svo ekki vera. WOW air sé lággjaldaflugfélag sem leiti allra leiða til þess að tryggja allra lægsta verðið fyrir flugsætið og að fólk greiði aðeins fyrir þá þjónustu sem það noti. Handfarangursgjaldið sé hluti af þeirri stefnu.
Hann er einnig inntur eftir viðbrögðum við aukinni samkeppni við breska lággjaldaflugfélagið easyJet. Segir hann að WOW air telji sig vera fyllilega samkeppnisfært í þeim efnum enda með lægri kostnaðarstrúktur en öll flugfélög sem félagið sé að keppa við.
Viðtalið í heild á Túristi.is