Efnahagsumsvif að ná fyrri hæðum

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur gefið út skýrslu um stöðu Íslands.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur gefið út skýrslu um stöðu Íslands. AFP

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur gefið út skýrslu um efnahagsástandið á Íslandi og var skýrslan rædd í framkvæmdastjórn sjóðsins þann 9. mars síðastliðinn. 

Var rætt um stöðu og horfur í efnahagslífinu og jafnframt um eftirfylgni við efnahagsáætlun AGS og íslenskra stjórnvalda sem lauk í ágúst 2011. 

Í skýrslunni kemur fram að miðað við hagvöxt á Íslandi er búist við að efnahagsumsvif hér á landi verði á þessu ári búin að ná þeim umsvifum sem voru í hagkerfinu fyrir hrun. Hagvöxtur hér á landi hefur á undanförnum ársfjórðungum verið meiri en á Evrusvæðinu og meðaltal OECD. Er Ísland áfram auðugt land með lítið atvinnuleysi.

Viðsnúningurinn í hagkerfinu var þó ekki sársaukalaus og er fjárfesting fyrirtækja fyrst nú að fara af stað af fullum krafti aftur eftir hrunið. 

Jöfnuði hefur verið náð í ríkisfjármálum en skuldastaða íbúa landsins er ennþá há. Skuldir heimila hafa þó minnkað, en eru enn talsvert háar. 

Telur sjóðurinn að ástandið hér á landi heilt yfir fari batnandi, þótt enn séu nokkru veikleikamerki til staðar. Til þess að hægt sé að aflétta gjaldeyrishöftunum verður vinnan við að laga þessi veikleikamerki að halda áfram, en talið er að slíkt muni taka tíma. Sumir þessir veikleikar séu þess eðlis að ekki er hægt að laga þá hratt. Helst verði þó að hafa í huga að aðgerðir stjórnvalda til að laga þessa veikleika mega ekki hrófla við greiðslugetu íslenska ríkisins. 

Sjá skýrslu sjóðsins um Ísland hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK