ORF, CRI og Kerecis tilnefnd

ORF líftækni.
ORF líftækni.

ORF Líf­tækni, Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI) og Kerec­is hafa verið til­nefnd til Íslensku þekk­ing­ar­verðlaun­anna sem af­hent verða á Íslenska þekk­ing­ar­deg­in­um þann 20. mars.

Yf­ir­skrift verðlaun­anna er: verðmæta­sköp­un með óhefðbund­inni nýt­ingu auðlinda. Við valið var haft til hliðsjón­ar hvernig fyr­ir­tæk­in hafa í krafti ný­sköp­un­ar fundið og þróað leiðir til að bæta nýt­ingu á auðlind­um lands­ins með því að búa til nýj­ar afurðir úr verðlitl­um efnivið sem að fell­ur til við hefðbundna nýt­ingu, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Fé­lagi viðskipta­fræðinga og hag­fræðinga.

„ORF Líf­tækni hf. er leiðandi líf­tækni fyr­ir­tæki sem hef­ur þróað ný­stár­lega aðferð til að fram­leiða verðmæt, sér­virk prótein sem eru notuð í húðvör­ur og til líf- og lækn­is­fræðirann­sókna víða um heim. Aðferðin er afrakst­ur öfl­ugs vís­inda- og þró­un­ar­starfs hjá fyr­ir­tæk­inu und­an­far­in ár og bygg­ir á því að nota fræ bygg­plönt­unn­ar sem smiðju fyr­ir þessi prótein.
 Hjá ORF Líf­tækni og dótt­ur­fyr­ir­tæki þess starfa nú um 40 starfs­menn,  lang­flest­ir há­skóla­menntaðir,“ seg­ir á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

„Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI) nýt­ir kolt­ví­sýr­ingsút­blást­ur og breyt­ir hon­um í end­ur­nýj­an­legt met­anól (RM). End­ur­nýj­an­legt met­anól er hreint eldsneyti sem blanda má við bens­ín til að upp­fylla kröf­ur um hlut­deild end­ur­nýj­an­legs eldsneyt­is í sam­göng­um. Við fram­leiðsluna er fangaður kol­tí­sýr­ing­ur sem lág­mark­ar los­un frá jarðvarma­virkj­un.

End­ur­nýj­an­legu met­anóli má blanda við bens­ín til notk­un­ar í sam­göng­um. Fram­leiðsla á end­ur­nýj­an­legu met­anóli er áhuga­verður val­kost­ur víða um heim þar sem nýta má end­ur­nýj­an­legt raf­magn frá jarðvarma, vind- og sól­ar­orku. CRI áform­ar bygg­ingu verk­smiðja til fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legs met­anóls, bæði hér á landi sem og í öðrum lönd­um Evr­ópu,“ seg­ir á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Kerec­is er lækn­inga­vöru­fyr­ir­tæki á Ísaf­irði sem fram­leiðir og markaðsset­ur stoðefni til sárameðhöndl­un­ar og vefjaviðgerðar, unnið úr þorskroði.

Metanólverksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi
Met­anól­verk­smiðja Car­bon Recycl­ing í Svartsengi mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Hjá Kerecis eru unnar meðferðar- og lækningavörur úr roði þorsks …
Hjá Kerec­is eru unn­ar meðferðar- og lækn­inga­vör­ur úr roði þorsks og húðkrem úr fiski­ol­íu. mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK