Kínverjar vilja örva hagvöxt

Li Keqiang, forsætisráðherra Kína.
Li Keqiang, forsætisráðherra Kína. AFP

Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, segir að ríkisstjórn landsins sé reiðubúin að grípa til sérstakra aðgerða til að örva hagvöxt í landinu. Hagvöxtur síðasta árs var sá minnsti í Kína í 25 ár.

Hagvöxturinn mældist 7,4% í fyrra og hefur ekki verið lægri síðan árið 1990. Á blaðamannafundi í morgun sagði Li að ríkisstjórnin hefði lækkað hagvaxtarmarkmið sitt fyrir þetta ár. Erfitt yrði að ná sjö prósenta hagvexti.

Hann bætti við að stjórnvöld myndu ekki hika við að grípa til sérstakra örvunaraðgerða til að koma hjólum efnahagslífsins af stað á nýjan leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK