Olíutunnan niður fyrir 44 dali

AFP

Verð  á hrá­ol­íu hef­ur ekki verið jafn lágt í New York í sex ár en tunn­an er nú seld á tæpa 44 Banda­ríkja­dali á markaði. Lágt olíu­verð vest­an­hafs skýrist einkum af næg­um birgðum og háu gengi Banda­ríkja­dals.

Um tíma í morg­un fór  West Texas In­ter­media­te (WTI) til af­hend­ing­ar í apríl niður í 43,57 Banda­ríkja­dali tunn­an og er það lægsta verð sem feng­ist hef­ur fyr­ir hrá­ol­íu í Banda­ríkj­un­um síðan 12. mars 2009. Tunn­an kost­ar nú um 44 dali. 

Verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu hef­ur einnig lækkað í dag og er nú seld á 53,38 Banda­ríkja­dali tunn­an í Lund­ún­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK