Verð á hráolíu hefur ekki verið jafn lágt í New York í sex ár en tunnan er nú seld á tæpa 44 Bandaríkjadali á markaði. Lágt olíuverð vestanhafs skýrist einkum af nægum birgðum og háu gengi Bandaríkjadals.
Um tíma í morgun fór West Texas Intermediate (WTI) til afhendingar í apríl niður í 43,57 Bandaríkjadali tunnan og er það lægsta verð sem fengist hefur fyrir hráolíu í Bandaríkjunum síðan 12. mars 2009. Tunnan kostar nú um 44 dali.
Verð á Brent Norðursjávarolíu hefur einnig lækkað í dag og er nú seld á 53,38 Bandaríkjadali tunnan í Lundúnum.