Skífunni lokað eftir 40 ár

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Verslunum Skífunnar í Kringlunni og Smáralind var lokað í síðasta skipti í gær og er sögu fjörtíu ára fyrirtækis þar með lokið. 

Guðmundur Magnason, eigandi Magna verslana ehf. sem á og rekur Skífuna, Gamestöðina og Heimkaup.is, segir reksturinn einfaldlega ekki hafa gengið upp. Skífan hafi verið komin í of litlar verslanir. Tölvuleikirnir hafi verið farnir að ýta tónlistinni og kvikmyndunum til hliðar og að ekki hafi verið hægt að bjóða upp á nauðsynlegt vöruúrval í svo litlu rými. Hann segir að Íslendingar séu vissulega farnir að sækja tónlist í meira mæli á netið en telur þó tíma geisladiskanna og geisladiskaverslana ekki að fullu liðinn.

Skífunni á Laugarvegi var lokað á árinu 2010 en fyrrverandi fjármálastjóri Skífunnar sagði í samtali við Morgunblaðið á þeim tíma að húsnæðið væri of stórt og salan of lítil til þess að reksturinn stæði undir leigunni. Gekk reksturinn í verslunarmiðstöðvunum þá betur.

Skífan var stofnuð árið 1975 og er fjörtíu ára sögu fyrirtækisins þar með lokið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK