Eiga ekki frumkvæði að endurreikningi

Þeir sem telja sig eiga rétt á nýjum endurreikningi lána hjá Lýsingu en hafa ekki gert um það kröfu fyrir dómstólum þurfa að vera vissir um að sækja um það á þjónustuvef fyrirtækisins. Lánin verða að öðrum kosti ekki endurreiknuð í samræmi við nýfallinn dóm Hæstaréttar um vaxtagreiðslur.

Á þjónustuvef Lýsingar geta viðskiptavinir nú sent inn um­sókn þar sem farið er fram á að greiðslu­fer­ill geng­is­tryggðs samn­ings verði end­ur­reiknaður á grund­velli fullnaðarkvitt­ana og reglna um end­ur­greiðslu of­greidds fjár og um leið hafnað fyrri end­ur­reikn­ingi samn­ings eða samn­inga.

Með öðrum orðum geta viðskiptavinir hafnað seðlabankavöxtum sem Lýsing reiknaði af láninu og krafist þess að greiða þá vexti sem kveðið var á um í samningnum. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Lýsingar, segir Hæstarétt ekki gera kröfu um að öll sambærileg lán verði endurreiknuð heldur þurfi að skoða hvert og eitt mál þegar það kemur inn.

Þór segir fjölmarga hafa sótt um endurreikning fyrir helgi en vildi þó ekki staðfest neinar fjöldatölur.

Aðspurður segir hann þá sem þegar hafa greitt upp lánið sitt vera á meðal umsækjenda en vildi þó ekkert segja til um rétt þeirra til endurreiknings.

Reiknuðu sér viðbótarvexti frá stofndegi

Dómurinn sem féll í síðustu viku varðaði skilyrði fyrir beit­ingu und­an­tekn­ing­ar­reglu kröfu­rétt­ar sem varðar endurgreiðslu ofgreidds fjár með framvísun fullnaðarkvittunar.

Málið fjallaði um það hvort lán­tak­end­ur gætu borið fyr­ir sig fullnaðarkvitt­an­ir vegna greiddra vaxta frá stofn­degi láns­samn­ings­ins til maí 2010, vegna þess hluta láns­ins sem bund­inn var ólög­mætri geng­is­trygg­ingu. Lýs­ing hafði með end­urút­reikn­ingi sín­um reiknað sér viðbót­ar­vexti fyr­ir liðna tíð eða frá stofn­degi láns­samn­ings­ins til júní 2010 en end­ur­reikn­ing­ar lán­anna fóru fram í októ­ber 2010.

Niðurstaða Hæstaréttar var að Lýs­ing mætti ekki end­ur­reikna vexti lán­anna með seðlabanka­vöxt­um aft­ur að stofn­degi láns­ins.

Frétt mbl.is: Lýsing endurreiknar í kjölfar dóma

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK