Hægt að afnema höftin hratt

Már Guðmundsson seðlabankastjóri
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mbl.is/Golli

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að betra sé að losa gjaldeyrishöftin fyrr en seinna. „Það gæti verið á morgun eða eftir fleiri daga. Aðstæður eru að batna enda er unnið hörðum höndum að því að einangra vandann og finna lausnir,“ sagði Már, aðspurður um losun hafta, við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar.

Nefndin ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,5%. Í yfirlýsingu nefndarinnar, sem Már las upp á fundinum, sagði að rétt væri að staldra við uns efna­hags­horf­ur hafa skýrst frek­ar, einkum varðandi launaþróun. Hann benti á að lága verðbólgu mættu að nokkru leyti rekja til lækkunar alþjóðlegs eldsneytisverðs, sem er utan áhrifasviðs peningastefnu hér á landi, auk þess sem hjöðnun verðbólgu sem af henni leiði er tímabundin. Þá ríkir mikil óvissa á vinnumarkaði og vísbendingar eru um öflugan hagvöxt á næstu misserum.

Vandinn er leysanlegur

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, sagði á fundinum að mjög hagstæð skilyrði væru að mestu leyti til losunar fjármagnshafta. Hann benti á að gott jafnvægi ríkti innra og ytra í þjóðarbúskapnum og að afgangur af undirliggjandi viðskiptajöfnuði skapaði svigrúm án óstöðugleika. Hins vegar væru slitabúin óleystur vandi. „Það er ekki hægt að losa höftin án þess að taka áhættu sem flestir telja að sé ekki ásættanleg. En vandinn er leysanlegur og ef lausnin finnst er hægt að aflétta höftunum tiltölulega hratt,“ sagði Arnór.

Framleiðnin er áhyggjuefni

Már sagði aðspurður að lág framleiðniaukning væri áhyggjuefni en hún hefur aðeins verið um 0,9% á árinu. Hann benti þó á að atvinnulífið í landinu væri að breytast og að atvinnan hefði færst yfir í greinar með lægri framleiðni. „Kannski er þetta raunveruleikinn og þarf ekki að vera slæmt til lengri tíma litið. En engu að síður, ef við ætlum að lyfta lífskjörum, gerist það ekki til lengdar ef framleiðniaukningin er ekki meiri.“

Frétt mbl.is: Stýrivextir óbreyttir

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka