Minnstur ávinningur er af aukinni menntun á Íslandi

Hverfandi munur er á milli þeirra sem lokið hafa grunnskólaprófi …
Hverfandi munur er á milli þeirra sem lokið hafa grunnskólaprófi og háskólanámi. mbl.is/Styrmir Kári

Þegar bor­in eru sam­an meðallaun fólks í Evr­ópu eft­ir mennt­un kem­ur í ljós að hvergi er eins lít­ill mun­ur og hér­lend­is á laun­um þeirra sem lokið hafa há­skóla­námi og þeirra sem ein­vörðungu hafa lokið grunn­skóla.

Þetta kem­ur fram í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag, en þar er fjallað um ár­lega skýrslu um lífs­kjör í Evr­ópu sem Hag­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins gef­ur út. Gögn­in sem tengj­ast stöðu Íslands eru sótt í lífs­kjara­rann­sókn Hag­stofu Íslands.

Þar er starf­andi fólki skipt í þrjá flokka, í fyrsta lagi þann hóp sem aðeins hef­ur lokið skóla­skyldu eða grunn­skóla­námi, í öðru lagi þann hóp sem lokið hef­ur fram­halds­skóla, öðru sam­bæri­legu námi á borð við iðnnám og svo­kölluðu viðbót­ar­námi sem get­ur tal­ist jafn­gilda allt að tveggja ára há­skóla­námi. Í þriðja lagi er það sá hóp­ur sem lokið hef­ur að minnsta kosti þriggja ára há­skóla­námi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK