Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. mbl.is/Árni Sæberg

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því áfram 4,5%, að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands.

Í til­kynn­ingu seg­ir að sam­kvæmt nýbirt­um þjóðhags­reikn­ing­um hafi hag­vöxt­ur á sl. ári verið 1,9%, sem er í takt við það sem Seðlabank­inn áætlaði í fe­brú­ar. Nýju gögn­in staðfesta það mat nefnd­ar­inn­ar, sem fram kom í síðustu yf­ir­lýs­ingu, að fyrri áætlan­ir um hag­vöxt á fyrstu þrem­ur fjórðung­um árs­ins hafi falið í sér van­mat og breyta því ekki í meg­in­at­riðum mati nefnd­ar­inn­ar á ný­leg­um hag­vexti og efna­hags­horf­um.

Verðbólga hef­ur mælst 0,8% und­an­farna mánuði og lít­ils hátt­ar lækk­un verðlags mæl­ist sé horft fram hjá áhrif­um hús­næðis­kostnaðar. Lít­il alþjóðleg verðbólga og stöðugt gengi krónu halda aft­ur af verðbólgu og vega á móti áhrif­um tölu­verðra launa­hækk­ana inn­an­lands. Verðbólgu­vænt­ing­ar höfðu lækkað í mark­mið í upp­hafi árs. Vís­bend­ing­ar eru hins veg­ar um að þær hafi hækkað á ný und­an­farn­ar vik­ur sem mögu­lega end­ur­spegl­ar vænt­ing­ar um að niðurstaða kom­andi kjara­samn­inga muni ekki sam­rýmast verðbólgu­mark­miðinu.

Litla verðbólgu að und­an­förnu má að nokkru leyti rekja til lækk­un­ar alþjóðlegs eldsneytis­verðs. Lækk­un­in er hins veg­ar utan áhrifa­sviðs pen­inga­stefnu hér á landi auk þess sem hjöðnun verðbólgu sem af henni leiðir er tíma­bund­in. Þá rík­ir mik­il óvissa um horf­ur á vinnu­markaði um leið og vís­bend­ing­ar eru um öfl­ug­an hag­vöxt á næstu miss­er­um. Af þess­um sök­um tel­ur pen­inga­stefnu­nefnd­in sem fyrr rétt að staldra við uns efna­hags­horf­ur hafa skýrst frek­ar, einkum varðandi launaþróun.

Fram­vinda nafn­vaxta ræðst eins og alltaf af þróun eft­ir­spurn­ar og verðbólgu. Hald­ist verðbólga und­ir mark­miði og verði launa­hækk­an­ir í kom­andi kjara­samn­ing­um í sam­ræmi við verðbólgu­mark­miðið gætu skap­ast for­send­ur fyr­ir frek­ari lækk­un nafn­vaxta. Mikl­ar launa­hækk­an­ir og vöxt­ur eft­ir­spurn­ar gætu hins veg­ar grafið und­an ný­fengn­um verðstöðug­leika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK