Verð gæti lækkað um tugi prósenta

Eftirspurn eftir innfluttum ostum hefur aukist og gjaldið því hækkað.
Eftirspurn eftir innfluttum ostum hefur aukist og gjaldið því hækkað. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Útboðsgjaldið sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ólögmætt í gær getur numið allt að 618 krónum af einu kíló af alifuglakjöti og 176 krónum á kíló á pylsum. Álagning gjaldsins hefur kostað neytendur um 300 milljónir króna á þessu ári.

Í gær var dómur kveðinn upp í þremur málum er vörðuðu tollkvóta fyrir búvörur og gjaldtöku fyrir þá, en fyrirtækin Hag­ar, Sæl­kera­dreif­ing og Innn­es höfðuðu málin. Niðurstaðan var sú sama í öllum málunum. Gjaldið telst skattur í skilningi stjórnarskrár sem leggja þarf á samkvæmt lögum. Framkvæmdin er hins vegar sú að ráðherra er fengið ákvörðunarvald um val milli tveggja aðferða við úthlutun tollkvóta ef eftirspurnin er meiri en framboðið; annaðhvort að láta hlut­kesti ráða eða efna til útboðs. Síðar­nefnda aðferðin fel­ur ein í sér gjaldið fyr­ir rík­is­sjóð.

Talið var að ráðherra hefði verið veitt of víðtækt ákvörðun­ar­vald með þessu en skatt­lagn­ing­ar­vald á alltaf að liggja hjá lög­gjaf­an­um.

Ekki er ljóst hvort niðurstöðunni verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Eftirspurn vex og gjaldið hækkar

Tollkvótarnir eru komnir til vegna þess að íslenskum stjórnvöldum ber að heimila tollfrjálsan innflutning á takmörkuðu magni búvara frá ESB-ríkjum. Gjaldið er lagt á þegar eftirspurn innflutningsfyrirtækja er meiri en sem nemur tollkvótunum.

Eftirspurn eftir innfluttum landbúnaðarvörum, s.s. ostum og kjöti, hefur farið hratt vaxandi á liðnum árum og er í sumum vöruflokkum fjór- til fimmföld miðað við það magn sem er í boði. Til dæmis hefur 86% eftirspurnaraukning verið á innfluttum pylsum og um 50% á innfluttum ostum. 

Aukin eftirspurn hefur óhjákvæmilega haft það í för með sér að fyrirtæki bjóða hærra í kvótann til að reyna að tryggja sér hluta af honum. Niðurstaðan er sú að útboðsgjaldið hefur hækkað. 

Til dæmis hefur gjaldið sem lagt er á þurrkað og reykt kjöt, þ.e. serrano, parmaskinku o.fl., hækkað um tæp 32% milli ára og nemur um 158 krónum á kílóið. Gjaldið á innflutt nautakjöt nemur þá 521 krónu á kílóið og hefur hækkað um rúm 13% milli ára.

Alþingi verður að bregðast við

Staðan er orðin sú að kostnaður innflutningsfyrirtækja við tollkvótann er farinn að nálgast almennan toll á innflutningi á viðkomandi vöru frá Evrópusambandinu. 

Í fréttatilkynningu sem Félag atvinnurekenda sendi frá sér í gær vegna dómanna er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að stjórnvöld hafi valdið neytendum hundraða milljóna tjóni. „Alþingi getur ekki skellt skollaeyrum við þeirri niðurstöðu. Það gengur ekki að neytendur séu áfram látnir borga ólöglegan skatt,“ var haft eftir honum.

Ekki náðist í Sigurð Inga Jóhannesson, landbúnaðarráðherra við vinnslu fréttarinnar.

Frétt mbl.is: Hundraða milljóna tjón neytenda

Dómur í máli Haga

Dómur í máli Innes

Dómur í máli Sælkeradreifingar

Hér má sjá þróunina á tollkvótunum.
Hér má sjá þróunina á tollkvótunum. Mynd/Félag atvinnurekenda
Gjaldið á parmaskinku hefur hækkað um 32% milli ára.
Gjaldið á parmaskinku hefur hækkað um 32% milli ára. Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK