Stefndu til að forðast fyrningu

„Það var þannig að Árna Páls-lög­in gerðu ráð fyr­ir því að kröf­urn­ar myndu fyrn­ast á ár­inu 2014. Við reynd­um allt sem við gát­um til þess að rjúfa fyrn­ing­ar­frest­inn en það var ekk­ert annað í stöðunni en að stefna Lýs­ingu,“ seg­ir Jó­hann­es S. Ólafs­son, lögmaður hjá Impact lög­mönn­um sem á einnig geng­isl­an.is.

Hann seg­ist undr­ast um­mæli full­trúa Lýs­ing­ar frétt mbl.is í dag þar sem full­yrt er að fyr­ir­tæki sem gera út á geng­islána­mál og stefna inn þess kon­ar mál­um, geri það til þess að geta kom­ist í heim­il­is­trygg­ingu viðskipta­vina.

„Við reynd­um allt sem við gát­um til þess að rjúfa fyrn­ing­ar­frest­inn. Við send­um bréf í hverj­um ein­asta máli en þeir voru ekki til­bún­ir að lýsa því yfir að þeir myndu ekki bera sig fyrn­ingu, enda vissu þeir að það var al­veg að líða að frest­in­um. Marg­ir lán­tak­end­anna sem stefndu Lýs­ingu voru með máls­kostnaðartrygg­ingu og að sjálf­sögðu sótt­um við í þá trygg­ingu fyr­ir viðskipta­vini okk­ar þegar við stefnd­um,“ seg­ir Jó­hann­es og bæt­ir við að stefn­un­um hafi fækkað eft­ir að Alþingi ákvað að fram­lengja frest­inn. 

„Það var kapp­hlaup við tím­ann al­veg fram að fyrn­ing­ar­frest­in­um, þar til Alþingi ákvað að fram­lengja hann. Þá hætt­um við að stefna í bili en héld­um áfram að senda þeim bréf því það var nauðsyn­legt til að drátt­ar­vext­ir byrji að reikn­ast,“ seg­ir Jó­hann­es. 

Sjá frétt mbl.is: Sækj­ast eft­ir heim­il­is­trygg­ing­unni

Jóhannes S. Ólafsson, hdl.
Jó­hann­es S. Ólafs­son, hdl. Mynd/​Impact/​geng­isl­an.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK