Horfur í finnsku efnahagslífi eru neikvæðar að mati alþjóðlega matsfyrirtækisins Fitch. Þetta kemur fram í mati fyrirtækisins sem birt var í gær. Hagvöxtur í Finnlandi hafi meðal annars minnkað sem rekja má að hluta til minnkandi útflutnings til Rússlands.
Lánshæfismat Finnlands í bókum Fitch er AAA eða hæsta einkunn sem fyrirtækið veitir. Fram kemur í matinu að spár geri ráð fyrir veikum hagvexti. Þá hefði erlend skuldastaða landsins versnað og sé nú 34,7% af landsframleiðslu sem er tvöfalt meiri skuldsetning en meðaltalið hjá ríkjum sem hafa einkunnina AAA.