Hofur vegna Finnlands neikvæðar

mbl.is/Hjörtur

Horfur í finnsku efnahagslífi eru neikvæðar að mati alþjóðlega matsfyrirtækisins Fitch. Þetta kemur fram í mati fyrirtækisins sem birt var í gær. Hagvöxtur í Finnlandi hafi meðal annars minnkað sem rekja má að hluta til minnkandi útflutnings til Rússlands.

Lánshæfismat Finnlands í bókum Fitch er AAA eða hæsta einkunn sem fyrirtækið veitir. Fram kemur í matinu að spár geri ráð fyrir veikum hagvexti. Þá hefði erlend skuldastaða landsins versnað og sé nú 34,7% af landsframleiðslu sem er tvöfalt meiri skuldsetning en meðaltalið hjá ríkjum sem hafa einkunnina AAA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK