Eyddu 20 milljörðum í afborganir

Bjarni Bjarnason forstjóri OR
Bjarni Bjarnason forstjóri OR Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stöðugleiki í tekjum og varanlegur sparnaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur skilaði fyrirtækinu sambærilegum rekstri á árinu 2014 og árin tvö á undan. Orkuveitan greiddi rúma 20 milljarða króna í afborganir af lánum og efnahagurinn styrktist. Eigið fé OR jókst um 23% frá fyrra ári og 64% á síðustu tveimur árum og nam 99,4 milljörðum króna en það er 33,2% eiginfjárhlutfall.

Rekstarkostnaður Orkuveitunnar nam á árinu 2014 nam 13,7 milljörðum króna. Það er 300 milljónum króna lægri kostnaður en árið 2010 þegar hann var 14 milljarðar. Sé tekið mið af þróun verðlags í landinu, sem hefur hækkað um 14%, er raunlækkun rekstrarkostnaðar 2,3 milljarðar króna.

Fyrsta árið eftir skiptingu

Í lok árs 2014 hafði Planið skilað 49,6 milljörðum króna. Það eru 97% þeirrar heildarfjárhæðar sem Planinu var ætlað að skila frá vori 2011 til ársloka 2016.

Árið 2014 var fyrsta rekstrarárið eftir lögboðna uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur. Ársreikningur samstæðunnar, sem samþykktur var á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag, er settur fram með sama hætti og fyrr. Þannig fæst samfella í helstu stærðir reikningsins og áhugasamir geta betur glöggvað sig á þróun mála.

Talsverðar fjárfestingar á árinu

Eins og Planið gerir ráð fyrir, verða talsverðar fjárfestingar á árinu 2015, bæði í veitu- og virkjanarekstri. Uppbygging fráveitu á Vesturlandi heldur áfram þar sem frá var horfið og mikilvægri endurnýjun á hitaveitum í höfuðborginni og á Vesturlandi verður fram haldið. Lagning nýrrar gufulagnar, sem tengir jarðhitasvæðið við Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun, er stærsta einstaka fjárfestingarverkefnið. Það er mikilvægt til að styðja við afköst virkjunarinnar og þar með tekjurnar af þeirri miklu fjárfestingu.

Hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) árið 2014 nam 15,7 milljörðum króna en hagnaður ársins 2014 eftir skatta og fjármagnsliði nam 8,9 milljörðum króna. Framlegð reksturs OR (EBITDA) nam 24,8 milljörðum króna 2014.

Slá hvergi af kröfunum

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir staðfestu við eftirfylgni Plansins hafa fært OR stöðuga og góða afkomu síðustu ár. Með markvissum áhættuvörnum og festu í rekstri hafi einnig tekist að auka fyrirsjáanleika í afkomu fyrirtækisins. Skuldir lækka hratt og örugglega og eiginfjárstaðan sé að verða viðunandi. Þá hafi lánshæfismat óháðra aðila á OR batnað. „Við þessar aðstæður er mikilvægt að halda vöku sinni og slá hvergi af þeirri kröfu sem við gerum til okkar sjálfra, að gæta hagsýni í hvívetna.“

„Árið 2014 var fyrsta rekstrarárið eftir lögboðna uppskiptingu Orkuveitunnar. Ársreikningur samstæðunnar sýnir að stjórnendum og starfsfólki hefur hvergi fipast við þessa breytingu,“ er haft eftir Bjarna.

Orkuveita Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur. Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK