Arðsemin fylgir ekki fjölguninni

Vöxtur ferðaþjónustunnar á síðustu árum hefur verið umfram flestar aðrar …
Vöxtur ferðaþjónustunnar á síðustu árum hefur verið umfram flestar aðrar atvinnugreinar hér á landi. mbl.is/Styrmir Kári

Landsbankinn efnir til árlegrar vorráðstefnu um stöðu og framtíðarhorfur í ferðaþjónustu á Íslandi frá klukkan 08.30 til 10.15 dag en sýnt verður beint frá ráðstefnunni á vef Landsbankans.

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni fjölga verulega á næstu tveimur árum en vöxtur ferðaþjónustunnar á síðustu árum hefur verið umfram flestar aðrar atvinnugreinar hér á landi. Arðsemi fyrirtækja í greininni hefur hins vegar ekki fylgt þessari þróun sem skildi en hún er engu að síður ásættanleg í samanburði við aðrar atvinnugreinar, einkum á síðari árum.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar, Bandaríkjamaðurinn Doug Lansky er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Hann hefur m.a. ritað bækur fyrir ferðabókaröðina Lonely Planet, stýrt ferðaþáttum á sjónvarpsstöðinni Travel Channel, skrifað fyrir tímaritið National Geographic Traveler og haldið fyrirlestra á helstu ferðaráðstefnum heims.

Kynnir greiningu Hagfræðideildar

Á ráðstefnunni mun Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans, kynna nýja greiningu á stöðu og þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar sem m.a. byggist á greiningu ársreikninga rúmlega 1.000 fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Þá mun Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia, segja frá fyrirhugaðri uppbyggingu og þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára.

Davíð Björnsson, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Landsbankans, mun fjalla um það hvort nóg sé komið af hótelum í Reykjavík og fara yfir þörfina fyrir uppbyggingu hótela í Reykjavík á næstu árum.

Síðastur tekur til máls Doug Lansky, sem fjallar um ólíkar hliðar á ferðaþjónustu, m.a. það sem gerir ferðamannastaði að vinsælum og farsælum áfangastöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK