Fagna endurskoðun tollakerfisins

Tollar eru lagðir á samkvæmt tollaskrá sem inniheildur yfir 12 …
Tollar eru lagðir á samkvæmt tollaskrá sem inniheildur yfir 12 þúsund tollanúmer, þ.á.m. innflutt matvæli. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Tollar hér á landi eru tæplega þrefalt hærri en í nágrannalöndum Íslands og neyslustýringaráhrif þeirra, þ.e. hversu misjafnlega tollarnir leggjast á ólíkar vörutegundir, eru tvöföld.

Hérlendis eru tollar lagðir á samkvæmt tollskrá sem inniheldur yfir 12.000 tollnúmer, sem er umtalsvert yfir alþjóðlegu meðaltali. Á sama tíma námu tekjur ríkissjóðs af tollum einungis 0,9% af heildartekjum ríkissjóðs árið 2013 eða 7 milljörðum króna.

Á þetta er bent í tilkynningu Viðskiptaráðs Íslands þar sem áætlunum stjórnvalda um heildarendurskoðun á tollakerfinu er fagnað. „Þrátt fyrir að þessar litlu skatttekjur hafa tollar hér á landi mikil áhrif á hegðun fólks. Þannig draga tollar úr vöruviðskiptum, flytja verslun úr landi og skekkja samkeppni á innlendum mörkuðum án þess að vega þungt í tekjuöflun hins opinbera,“ segir í tilkynningunni.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tilkynnti í umræðum á Alþingi í gær að endurskoðunar væri að vænta. Hann benti á að ríkissjóður hefði mjög litlar tekjur af tollum samanborið við þann kostnað sem fellur til vegna hins flókna kerfis. Einföldun á tollakerfinu væri því til hagræðis fyrir innflytjendur og hagsbóta fyrir neytendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK