„Hefur ekkert með aldur að gera“

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sagði fólk yfir fimmtugt …
Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sagði fólk yfir fimmtugt vera bara áskrifendur að laununum sínum. Sigurgeir Sigurðsson

„Best er að ráða unga og graða stjórn­end­ur, því fólk yfir fimm­tugt er bara áskrif­end­ur að laun­un­um sín­um.“ Þetta hef­ur heim­ildamaður mbl eft­ir Hlyni Sig­urðssyni, fram­kvæmda­stjóra Flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar, frá fundi Isa­via í fyrra. Þrír starfs­menn, sem meðal annarra sátu fund­inn, voru mjög ósátt­ir við um­mæl­in, enda all­ir um og yfir fimm­tugt. Þeim hef­ur nú öll­um verið sagt upp störf­um hjá fé­lag­inu.

Aðspurður seg­ir Hlyn­ur að um­mæl­in sé tek­in úr sam­hengi og að það sé fyr­ir neðan all­ar hell­ur að tengja þau við upp­sagn­irn­ar.

Um­mæl­in voru lát­in falla þegar Hlyn­ur var að kynna nýj­an stjórn­anda hjá Isa­via í mars á síðasta ári. Starfs­menn­irn­ir þrír sem sátu á fund­in­um höfðu unnið lengi hjá fyr­ir­tæk­inu og var þeim öll­um sagt upp störf­um hinn 24. fe­brú­ar sl. Ástæðan var sögð vera skipu­lags­breyt­ing­ar inn­an fyr­ir­tæk­is­ins og voru störf þeirra voru lögð niður. Þeim voru ekki boðnar aðrar stöður.

Menn­irn­ir eru á aldr­in­um frá fimm­tugu til sex­tugs. Einn þeirra hef­ur unnið hjá rík­inu all­an sinn starfs­ald­ur og átti fá ár eft­ir í 95 ára regl­una svo­nefndu sem þýðir að hann hefði getað farið á eft­ir­laun.

Baðst af­sök­un­ar

Hlyn­ur lýs­ir því að um­mæli í þessa átt hafi verið lát­in falla þegar starfs­menn­irn­ir þrír voru að spyrja hvort það hefði verið ráðinn inn nýr stjórn­andi og hver það væri. Hlyn­ur seg­ist ekki hafa getað gefið það upp vegna þess að nýi stjórn­and­inn átti eft­ir að til­kynna þáver­andi vinnu­veit­anda um starfs­lok. „Ég gat ekki gefið upp nafnið á viðkom­andi vegna þess að hann hafði ekki talað við sitt fyr­ir­tæki. Þess vegna sagði ég eitt­hvað um að hann væri ung­ur og öfl­ug­ur, ég man ekki hvaða orð ég notaði, en að gera það að ein­hverju niðrandi fyr­ir starfs­menn­ina er fyr­ir neðan all­ar hell­ur,“ seg­ir Hlyn­ur.

Þá seg­ist hann hafa hitt starfs­menn­ina þrjá á fundi viku síðar og beðist form­lega af­sök­un­ar á um­mæl­un­um. „Ég baðst af­sök­un­ar og sagðist ekki hafa meint neitt illt ef ein­hver skyldi hafa móðgast. Ég leit ekki einu sinni á þá sem hlut af ein­hverj­um eldri starfs­mönn­um,“ seg­ir Hlyn­ur.

Hann seg­ir síðari skipu­lags­breyt­ing­ar ekki hafa tengst fyrr­nefnd­um um­mæl­um. „Verk­efni eru færð til og stund­um geta menn­irn­ir færst með en stund­um ekki,“ seg­ir Hlyn­ur aðspurður hvers vegna mönn­un­um hefði ekki verið boðin ný staða. „Það var metið sem svo að þessi störf ætti að setja á annarra manna hend­ur. Það hef­ur ekk­ert með ald­ur að gera,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann hafi oft sagt að starfs­menn í eldri kant­in­um væru með betri mæt­ingu og stæðu sig vel í starfi. „Unga fólkið mætti leita til þeirra og sjá hvernig þeir gera þetta,“ seg­ir Hlyn­ur.

Niður­læg­ing í starfs­lok­un­um

Ásmund­ur Friðriks­son alþing­ismaður, hef­ur vakið at­hygli á starfs­lok­um starfs­mann­anna þriggja og sagt það illa gert að segja mönn­un­um upp án ástæðna, annarra en skipu­lags­breyt­inga, og gefa þeim ekki kost á færa sig til í starfi inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Kristján Jó­hanns­son, formaður og fram­kvæmda­stjóri Fé­lags flug­mála­starfs­manna rík­is­ins, sagði þá í sam­tali við Morg­un­blaðið á dög­un­um að ákveðin niður­læg­ing fæl­ist í upp­sögn­inni þar sem mönn­un­um var gert að yf­ir­gefa vinnustaðinn taf­ar­laust líkt og þeir hefðu brotið af sér.

Í svari Isa­via við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins á dög­un­um kom fram að breyt­ing­ar á skipu­lagi flug­vernd­ar í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar miði að því að stytta boðleiðir og auka skil­virkni. Heim­ild­armaður mbl seg­ir þvert á móti virðast sem skiplag Isa­via hafi þan­ist út „þar sem hver stjórn­and­inn á fæt­ur öðrum hef­ur verið ráðinn til fyr­ir­tæk­is­ins á und­an­förn­um mánuðum. Fram­kvæmda­stjór­ar eru flest­ir komn­ir með aðstoðarfram­kvæmda­stjóra, svo eru deild­ar­stjór­ar, verk­efna­stjór­ar og svo mætti áfram telja.“

Ógn­ar­stjórn­un yf­ir­stjórn­ar

Þá seg­ir hann mikla óánægju ríkja meðal starfs­manna með yf­ir­stjórn Isa­via sem þykir beita ógn­ar­stjórn­un og þora starfs­menn lítið að segja og gera af ótta við hefnd­ir yf­ir­manna. Skila­boðin séu nán­ast þau að ef þú tjá­ir þig um eitt­hvað, þá ertu far­inn. 

Nokkr­ir fyrr­ver­andi starfs­menn Isa­via hafa farið í mál við fyr­ir­tækið vegna upp­sagn­ar. Isa­via hef­ur þurft að greiða all­mörg­um bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar en fengið sjón­ar­mið sín viður­kennd í öðrum til­vik­um. 

Hlyn­ur neit­ar því al­farið að ein­hvers kon­ar ógn­ar­stjórn ríki inn­an Isa­via og bend­ir á að í gær hafi verið stjórn­enda­nám­skeið hjá Isa­via þar sem farið var yfir að menn gætu haft mis­mun­andi skoðanir en samt þurft að halda áfram veg­inn. 

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Hlyn­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Flug­stöðvar Leifs Ei­ríks­son­ar. Mynd/​Isa­via
Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Isavia hafa farið í mál við fyrirtækið …
Nokkr­ir fyrr­ver­andi starfs­menn Isa­via hafa farið í mál við fyr­ir­tækið vegna upp­sagn­ar. mbl.is/​Ern­ir Eyj­ólfs­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK