Bankatoppar fengu rúman milljarð

Bankastjórarnir fjögurra stærstu bankanna fengu samanlagt rúmar 164 milljónir króna …
Bankastjórarnir fjögurra stærstu bankanna fengu samanlagt rúmar 164 milljónir króna í árslaun á árinu 2014. mbl.is/Golli

Banka­stjór­ar, fram­kvæmda­stjór­ar og stjórn­ar­menn í fjór­um stærstu bönk­um lands­ins fengu sam­an­lagt um 1,2 millj­arða króna í laun á ár­inu 2014. Banka­stjór­arn­ir fjór­ir fengu sam­an­lagt rúm­ar 164 millj­ón­ir króna í árs­laun.

Árs­reikn­ing­ar flestra skráðra fé­laga hafa nú verið birt­ir en þar má finna upp­lýs­ing­ar um launa­kjör helstu stjórn­enda fyr­ir­tækj­anna. Hösk­uld­ur H. Ólafs­son, banka­stjóri Ari­on banka, er launa­hæst­ur banka­stjór­anna fjög­urra, en í árs­skýrslu Ari­on kem­ur fram að hann hafi fengið 52,2 millj­ón­ir króna í launa­greiðslur á síðasta ári auk 6,3 millj­óna í ár­ang­ur­s­tengd­ar greiðslur. Það ger­ir alls 58,5 millj­ón­ir króna eða tæp­lega 4,9 millj­ón­ir króna á mánuði.

Níu fram­kvæmda­stjór­ar hjá bank­an­um fengu þá sam­tals 227,5 millj­ón­ir króna á ár­inu, auk 24 millj­óna í bón­us­greiðslur sem jafn­gild­ir um 2,3 millj­ón­um króna í mánaðarlaun að meðaltali.

Steinþór með lægstu laun­in

Launa­greiðslur til Steinþórs Páls­son­ar, banka­stjóra Lands­banka Íslands, námu 18,5 millj­ón­um á ár­inu, auk 2,1 millj­óna króna í hluta­bréfa­tengd­ar greiðslur. Það ger­ir alls 20,6 millj­ón­ir króna á ár­inu eða um 1,7 millj­ón­ir króna á mánuði.

At­hygli vek­ur að sjö fram­kvæmda­stjór­ar Lands­bank­ans, eru launa­hærri en banka­stjór­inn, en þeir fengu sam­an­lagt 193,5 millj­ón­ir á ár­inu, auk 19,4 millj­óna í hluta­bréfa­tengd­ar greiðslur. Það ger­ir alls 212,9 millj­ón­ir króna, sem jafn­gild­ir 2,5 millj­ón­um króna á mánuði.

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, fékk 38,5 millj­ón­ir króna í laun á ár­inu auk 4,8 millj­óna í ár­ang­ur­s­tengd­ar greiðslur. Sam­tals eru það 43,4 millj­ón­ir króna á ár­inu eða 3,6 millj­ón­ir króna á mánuði. Það jafn­gild­ir um 36,1 millj­ón í árs­laun að meðaltali eða rúm­um þrem­ur millj­ón­um króna.

Átta fram­kvæmda­stjór­ar bank­ans voru þá með 198,7 millj­ón­ir króna í árs­laun auk 22,4 millj­óna bón­us­greiðslna, sem jafn­gild­ir um 2,3 millj­ón­um króna að meðaltali í mánaðarlaun.

Sig­urður Atli Jóns­son, for­stjóri MP banka fékk þá 42,1 millj­ón króna í laun á ár­inu, eða um 3,5 millj­ón­ir króna á mánuði. Fjór­ir lyk­il­stjórn­end­ur voru með 134,8 millj­ón­ir í laun, eða um 2,8 millj­ón­ir á mánuði.

Mót­fram­lag bank­anna í líf­eyr­is­sjóði er ekki tekið með í út­reikn­ing­inn þar sem greiðslan var ekki sund­urliðuð í öll­um ár­reikn­ing­um.

For­stjóri TM launa­hæst­ur hjá trygg­inga­fé­lög­um

Laun for­stjóra þriggja stærstu trygg­inga­fé­lag­anna eru á pari við banka­stjóra­laun­in. Sig­urður Viðars­son, for­stjóri TM, er þar launa­hæst­ur en laun­in hans námu 43,7 millj­ón­um króna á ár­inu 2014 auk tæp­lega fjög­urra millj­óna króna mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóð. Það jafn­gild­ir tæp­um fjór­um millj­ón­um króna á mánuði og hafa laun­in hækkað um 200 þúsund krón­ur frá fyrra ári.

Sigrún Ragna Ólafs­dótt­ir, for­stjóri VÍS, fékk þá 36,3 millj­ón­ir króna á ár­inu auk 4,9 millj­óna mót­fram­lags í líf­eyr­is­sjóðs, eða alls 41,2 millj­ón­ir sem jafn­gild­ir rúm­um 3,4 millj­ón­um króna á mánuði. Laun henn­ar hafa lækkað lít­il­lega frá fyrra ári er þau námu rúm­um 3,5 millj­ón­um króna á mánuði.

Launa­greiðslur til Her­manns Björns­son­ar, for­stjóra Sjóvá, námu um 39,3 millj­ón­um króna auk 5,4 millj­óna í mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð, eða alls 44,7 millj­ón­um króna. Það jafn­gild­ir rúm­um 3,7 millj­ón­um króna og hafa laun­in hækkað um 200 þúsund frá fyrra ári.

Gylfi með 5,8 millj­ón­ir á mánuði

Þegar litið er til fyr­ir­tækja í flutn­inga­geir­an­um sker Gylfi Sig­fús­son, for­stjóri Eim­skips, sig úr hópn­um en hann var með 362 þúsund evr­ur í árs­laun, sem jafn­gild­ir um 53,8 millj­ón­um króna. Þá fékk hann einnig 108 þúsund evr­ur í ýms­ar greiðslur, s.s. bónusa, ferðapen­inga, mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð og bif­reiðahlunn­indi, en það jafn­gildi um 16 millj­ón­um króna. Sam­tals var hann því með 5,8 millj­ón­ir króna á mánuði.

Laun Björgólfs Jó­hans­son­ar, for­stjóra Icelanda­ir Group, eru nokkuð lægri, en laun­in hans námu 45,8 millj­ón­um króna á ár­inu eða 3,8 millj­ón­um króna á mánuði. Bogi Nils Boga­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála hjá fé­lag­inu, var þá með um 3,3 millj­ón­ir á mánuði og Birk­ir Hólm Guðna­son, fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir var einnig með 3,3 millj­ón­ir króna í mánaðarlaun. Sjö aðrir lyk­il­stjórn­end­ur hjá fé­lag­inu voru þá sam­an­lagt með 192,5 millj­ón­ir króna í laun á ár­inu sem jafn­gild­ir um 2,3 millj­ón­um króna að meðaltali í mánaðarlaun.

Launa­hæst­ur allra

Jón Sig­urðsson, for­stjóri Öss­ur­ar er launa­hæst­ur allra for­stjór­anna í Kaup­hall­ar­fé­lög­um. Hann var með rúm­ar 1,7 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala í laun á síðasta ári eða alls um 236 millj­ón­ir króna. Það jafn­gild­ir um 19,5 millj­ón­um króna á mánuði. Þá voru sex lyk­il­stjórn­end­ur hjá fyr­ir­tæk­inu sam­tals með um 2,7 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala í laun, eða um 377,6 millj­ón­ir króna. Það jafn­gild­ir um 62,9 millj­ón­um á ári að meðaltali eða um 5,2 millj­ón­um króna.

Hluta­bréfa­eign­ir for­stjór­anna voru ekki tekn­ar með í launa­töl­urn­ar en all­ir eiga þeir hlut í fé­lög­un­um og fá einnig arðgreiðslur sam­kvæmt því.

Steinþór Pálsson
Steinþór Páls­son Ern­ir Eyj­ólfs­son
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
Sig­urður Viðars­son, for­stjóri TM. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips.
Gylfi Sig­fús­son, for­stjóri Eim­skips. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sig­urðsson, for­stjóri Öss­ur­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK