Evrusvæðið ósjálfbært án eins ríkis

AFP

Evru­svæðið er ósjálf­bært við nú­ver­andi aðstæður og get­ur ekki lifað af nema evru­rík­in séu reiðubú­in að gefa eft­ir full­veldi sitt og mynda Banda­ríki Evr­ópu. Þetta er mat fram­kvæmda­stjóra PIMCO, stærsta fjár­fest­inga­sjóðs heims­ins. Fjallað er um málið á frétta­vef Daily Tel­egraph.

Fram­kvæmda­stjór­ar PIMCO, Andrew Bosomworth og Mike Amey, segja að þó evru­svæðið eigi lík­lega ekki eft­ir að liðast í sund­ur til skamms tíma litið gæti evr­an ekki lifað af nema auk­inn samruni ætti sér stað á milli evru­ríkj­anna. Þeir segja að sag­an sýni að ekki sé hægt að byggja á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi til framtíðar. „Sag­an geym­ir eng­in dæmi þess að slíkt fyr­ir­komu­lag, miðstýrð pen­inga­mála­stefna en valda­dreifð efna­hags­stefna, geti virkað ára­tug­um sam­an.“

Þeir vísa einnig til upp­gangs pop­ulískra stjórn­mála­flokka inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og vax­andi óánægju með evr­una sem viðvar­andi lág­ur hag­vöxt­ur ýtti und­ir. Staðan sé grafal­var­leg og koma verði til móts við áhyggj­ur fólks með póli­tísk­um aðgerðum. Svara verði þeirri spurn­ingu hvert end­an­legt mark­mið sé með evr­unni. Sag­an sýni að mynd­banda­lög full­valda ríkja séu ekki mögu­leg. Semja verði um hvernig deila eigi niður fjár­mun­um inn­an evru­svæðis­ins.

„Verður niðurstaðan Banda­ríki Evr­ópu? Það er ekki úti­lokað, en Evr­ópu­sam­bandið gæti líka varið ára­tug­um í ein­hvers kon­ar út­gáfu af póli­tísku og fjár­hags­legu sam­bands­ríki. Þó það sé kannski ekki ein rík­is­stjórn, eitt vega­bréf og einn her þá gæt­um við verið að fær­ast nær því mark­miði - en ekki al­veg strax.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK