Verðmæti útflutnings vex um 36% milli ára

Útflutningur á ferskum þorskflökum og ferskum þorskbitum nam 3.700 tonnum í janúar og febrúar 2015. Þetta er tæplega 9,3% aukning á útfluttu magni frá því á sama tíma í fyrra.

Helstu markaðir fyrir ferskar þorskafurðir eru Frakkland, Bandaríkin, Bretland og Belgía og nam samanlagt útflutningsverðmæti á ferskum þorskafurðum tæplega 32 milljónum evra fyrir þetta tímabil. Í samanburði við 2014 eykst útflutningsverðmæti um rúmlega 36%. Hækkun meðalverðs nam um 27,5% miðað við sama tímabil 2014.

Rúmlega helmingur af heildarmagni útflutnings á ferskum þorskflökum og bitum fór til Frakklands og var verðmæti þess rúmlega 16,7 milljónir evra á tímabilinu.

Bandaríkin eru annar stærsti markaðurinn fyrir fersk þorskflök og voru alls flutt út tæplega 390 tonn á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Þrátt fyrir lítilsháttar samdrátt í magni hefur verðmæti útflutnings á ferskum þorskflökum til Bandaríkjanna aukist um rúmlega 1,2 milljónir evra. Útflutningur til Belgíu er nær óbreyttur í magni milli ára yfir sama tímabil. Verulegur samdráttur hefur hins vegar orðið í útflutningi á ferskum flökum og þorskbitum til Bretlands á fyrstu tveimur mánuðum ársins í samanburði við sama tímabil 2014. Alls voru flutt út um 490 tonn á fyrstu tveimur mánuðum ársins á móti tæplega 740 tonnum fyrir sama tímabil 2014.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK