Færri nýta menntun sína í starfi

Á meðan háskólanám, og bóknám almennt, nýtur vaxandi vinsælda hefur …
Á meðan háskólanám, og bóknám almennt, nýtur vaxandi vinsælda hefur aukningin í verknámi verið minni. mbl.is/Golli

Samkeppni um störf meðal háskólamenntaðra er sífellt að harðna á meðan vísbendingar eru um að framundan sé skortur á ýmsu iðnmenntuðu fólki og fólki með menntun tengdri ferðaþjónustu. Ef fram heldur sem horfir er raunveruleg hætta á að háskólamenntaðir flýi land og að framþróun verði hægari í sumum greinum, líkt og t.d. ferðaþjónustu, vegna skorts á hæfu starfsfólki.

Vísbendingar eru þá um að háskólamenntaðir fái síður vinnu tengda sinni menntun en frá árinu 2008 hefur fjöldi sérfræðinga á sérmenntaðs starfsfólks á vinnumarkaði staðið í stað á meðan háskólamenntuðum hefur haldið áfram að fjölga.

Lengi vel fylgdust þessar tvær stærðir hins vegar að. Þetta er talið þýða að háskólamenntaðir séu frekar að fara í önnur störf og t.d. hefur þjónustu- og verslunarfólki fjölgað um sex þúsund frá árinu 2008.

Þetta kemur fram í markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka þar sem farið er yfir stöðuna á vinnumarkaði. Bent er á að nemendum í lögfræði hafi fjölgað um 200% frá árinu 1997, nemendum í sálfræði um 259% og 2.328% í félagsráðgjöf. Á sama tíma hefur nemendum farið fækkandi í rafvirkjun og greinum tengdum byggingargeiranum. Þá hafa aðrar greinar líkt og vélstjórn og pípulagningar staðið nokkurn veginn í stað.

Skortur verður á iðnaðarmönnum

Fyrirsjáanlegt er því að alvarlegur skortur verði á iðnaðarmönnum með þessu áframhaldi. Þá blasir einnig við sú staðreynd að þeir iðnaðarmenn sem fyrir eru hafa margir flutt úr landi í kjölfar efnahagshrunsins.

Einnig er bent á að ferðaþjónustan vaxi nú hraðast allra greina og hefur mesta fjölgun starfa verið í þeim geira. Menntun á framhalds- og háskólastigi í tengslum við greinina hefur verið sæmilega í takt við uppganginn en þó var ferðamálafræði einungis 15. vinsælasta háskólanámið árið 2013 með 322 nemendur. Þá hefur aðsókn í erlend tungumál ekki tekið sérstaklega við sér miðað við aðrar háskólagreinar.

Þróunin gæti þýtt að sífellt fleiri eru ekki að nýta …
Þróunin gæti þýtt að sífellt fleiri eru ekki að nýta menntun sína beint í starfi. Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK