Hljóp á milli sjö hraðbanka

Reiðufé kláraðist í nokkrum hraðbönkum um helgina.
Reiðufé kláraðist í nokkrum hraðbönkum um helgina. mbl.is/ÞÖK

Búið er að fylla á flesta hraðbank­ana sem tæmd­ust í Reykja­vík um helg­ina að sögn upp­lýs­inga­full­trúa bank­anna. Bala Kam­allak­har­an, fjár­fest­ir og upp­hafsmaður Startup Ice­land, var á meðal þeirra fjöl­mörgu sem hlupu á milli hraðbanka í leit að reiðufé.

Bala seg­ist hafa farið á milli sjö hraðbanka áður en hann fann einn sem virkaði. Þá seg­ir hann heil­an her af túrist­um hafa fylgt sér á eft­ir áður en hægt var að taka út pen­inga í Kola­port­inu.

Að sögn Kristjáns Kristjáns­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bank­ans, verður lokið við að fylla á hraðbank­ana í dag en hann seg­ir að fyrst hafi verið gengið í þá sem eru í miðborg­inni, þar sem ásókn­in er mest. Þá segja Guðný Helga Her­berts­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Íslands­banka, og Har­ald­ur Guðni Eiðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Ari­on, að bank­arn­ir séu einnig orðnir klár­ir hjá þeim.

Óvenju­leg­ar aðstæður

Upp­lýs­inga­full­trú­un­um ber sam­an um að aðstæður hafi verið mjög óvenju­leg­ar um helg­ina en þetta er í fyrsta skipti sem hraðbank­arn­ir hafa tæmst með þess­um hætti. Þau benda á að mánaðamót hafi verið fyr­ir helgi en þá er alltaf mik­il um­ferð í hraðbönk­un­um. Þá voru einnig frí­dag­ar auk ferm­inga með til­heyr­andi út­tekt­um auk þess sem mik­ill fjöldi ferðamanna er á land­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­bank­an­um get­ur gott veður þá einnig haft áhrif. Þá eru fleiri á ferli og taka þar af leiðandi meira út. „Þetta lagðist allt sam­an á eitt,“ seg­ir Kristján Kristjáns­son.

Ekki hef­ur verið skoðað sér­stak­lega hvort meira hafi verið tekið út af inn­lend­um eða er­lend­um greiðslu­kort­um en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Ari­on banka stend­ur til að gera það.

Fylla oft­ar á?

Aðspurð hvort til standi að grípa til ein­hverra ráðstaf­ana til þess að koma í veg fyr­ir að þetta ger­ist aft­ur segja upp­lýs­inga­full­trú­arn­ir að ástandið hafi verið mjög sér­stakt og að framtíðaraðgerðir muni því ekki beint ráðast af þess­ari helgi. Hins veg­ar verði þetta haft í huga fyr­ir aðra sam­bæri­lega frí­daga. „Við lær­um af þessu og þurf­um að vera bet­ur und­ir­bú­in til þess að geta gripið til ráðstaf­ana ef eitt­hvað svona kem­ur upp á,“ seg­ir Kristján.

Bala bend­ir á að það gæti verið sniðug lausn á mál­inu ef hægt væri að láta bank­ana vita í gegn­um hraðbank­ann þegar reiðufé vant­ar. Kristján seg­ir starfs­menn bank­ans þegar geta fylgst með stöðunni í hraðbönk­un­um. Það hafi ein­fald­lega ekki verið gert nógu vel um helg­ina.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Ari­on banka yrði þá frek­ar fyllt oft­ar á bank­ana held­ur en að meira verði sett í þá. Þá bend­ir Har­ald­ur Guðni einnig á að flest­ar versl­an­ir og veit­inga­hús taki við greiðslu­kort­um og því hafi vand­ræði ferðamanna mögu­lega verið tak­mörkuð. Hann bend­ir á að Íslend­ing­ar standi framar­lega í greiðslu­kortaþjón­ustu og því sé það ef til vill frem­ur vani en þörf að vilja hafa reiðufé við hönd­ina á ferðalag­inu.

Bala Kamallakharan, fjárfestir.
Bala Kam­allak­har­an, fjár­fest­ir. Árni Sæ­berg
Straumur ferðamanna hefur aukist. Úttektir í hraðbönkum hafa þar af …
Straum­ur ferðamanna hef­ur auk­ist. Úttekt­ir í hraðbönk­um hafa þar af leiðandi verið meiri. Ómar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK