Birgir dregur framboðið til baka

HB Grandi
HB Grandi mbl.is/Þórður

Birgir S. Bjarnason hefur dregið til baka framboð sitt til stjórnar HB Granda og eru því nú sex eftir í framboði til setu í fimm manna stjórn félagsins. Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir er sú eina sem ekki er sitjandi stjórnarmaður. Aðalfundur félagsins fer fram klukkan fimm í dag.

Aðrir eru Hall­dór Teits­son, Hanna Ásgeirs­dótt­ir, Kristján Lofts­son, Rann­veig Rist og Þórður Sveins­son. Fimm sæti eru í stjórn­inni og ekki er því sjálf­kjörið í þetta sinn.

Lífeyrissjóður verslunarmanna studdi Birgi S. Bjarnason, stjórnarmann í sjóðnum, til stjórnarsetunnar en sjóðurinn á tæp 10% í félaginu. Gildi hvatti hins vegar Helgu Hlín Hákonardóttur til framboðs en lífeyrissjóðurinn fer með tæplega 6% hlut í HB Granda. 

Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í dag nutu nýju frambjóðendurnir tveir ekki stuðnings Kristjáns Loftssonar og eigendahópsins í kringum hann og hefur því verið talið nær útilokað að þau nái kjöri. 

Heimildir Morgunblaðsins herma að stórir hluthafar í HB Granda munu fara fram á margfeldiskosningu sem gerir hluthöfum auðveldara um vik að knýja fram breytingar á stjórninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK