Stígandi í verðbólgu

Íslandsbanki gerir ráð fyrir því í spá sinni að verðbólga …
Íslandsbanki gerir ráð fyrir því í spá sinni að verðbólga muni haldast í kringum 1,5% fram á mitt ár. mbl.is/Ómar

Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að verðbólga muni mælast 1,4% í þessum mánuði í stað 1,6% eins og hún mældist í marsmánuði. Spáin gerir ráð fyrir betri horfum hvað verðbólguþróun varðar en þó segir í henni að nú sé gert ráð fyrir meiri hækkun íbúðaverðs á komandi mánuðum en hingað til hafi verið spáð. Á sama tíma gerir spáin ráð fyrir því að húsnæðisverð hækki lítið sem ekkert í komandi mælingu og að 0,06% hækkun húsnæðis muni aðeins hafa 0,02% áhrif á vísitölu neysluverðs.

Íslandsbanki gerir ráð fyrir því í spá sinni að verðbólga muni haldast í kringum 1,5% fram á mitt ár en að eftir það muni hún fara heldur hækkandi og að í árslok verði hún við verðbólgumarkmið Seðlabankans í 2,5%. Þá gerir langtímaspáin ráð fyrir því að ári síðar, þ.e. við árslok 2016, verði verðbólgan komin í 2,8%. Það sem helst mun drífa verðbólguna að mati bankans er hækkun launa og áframhaldandi verðhækkun íbúðarhúsnæðis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK