Nikkei ekki hærri frá 2000

AFP

Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan náði sínum hæstu gildum í fimmtán ár á föstudaginn þegar hún fór yfir tuttugu þúsund stiga múrinn.

Hafði hún þá ekki mælst hærri frá því í aprílmánuði árið 2000.

Hæst fór vísitalan upp í 20.005 stig, þegar markaðir opnuðu um morguninn, en hún lækkaði aðeins þegar leið á daginn og endaði í 19.907 stigum. Alls hefur vísitalan hækkað um 15% á árinu.

Hlutabréf hækkuðu jafnframt í verði í Kína og náði Shanghai Composite-vísitalan til að mynda sínum hæstu gildum síðan árið 2008. Hækkaði hún um 1,94% á föstudaginn og endaði í 4.034 stigum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK