Skordýrastangirnar komnar í heimsfréttirnar

Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson.
Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson. Ljósmynd/Arion banki

Búi Bjarmar Aðalsteinsson náði aldeilis athygli fjölmiðla erlendis á síðasta ári þegar hann komust í fréttirnar ytra, meðal annars í Daily Mail, fyrir vélrænt skordýrabú sem átti að ala lirfur í matargerð.

Búið var lokaverkefni vöruhönnuðarins frá Listaháskóla Íslands en á föstudag komst hann og samstarfsfélagi hans, Stefán Atli Thoroddsen alþjóðamarkaðsfræðingur, aftur í helstu fréttir Daily Mail en orkustangir þar sem uppistaðan er krybbuhveiti eru orðnar að veruleika.

Þróun orkustanganna hlaut tvo styrki í desember síðastliðnum, annars vegar frá Nýsköpunarsjóði og hins vegar frá RANNÍS, sem var frumherjastyrkur.

Búi sagði á sínum tíma að hugmyndin hefði meðal annars kviknað þegar hann las sér til um landrými í Evrópu sem yrði uppurið eftir þrjátíu ár og þá yrði ómögulegt að framleiða mikið af kjöti. Nýir prótíngjafar yrðu því að finnast og skordýr gætu komið þar sterk inn.

Daily Mail vitnar í frétt Icenews um skordýraorkustangirnar sem nefnast Jungle Bar en þær eru komnar í sölu á Kickstarter.

Í frétt Daily Mail segir að við fyrstu sýn virðist stangirnar vera ofurvenjuleg orkusúkkulaðistykki en utan krybbuhveitisins eru innihaldsefnin nokkuð hefðbundin; döðlur, súkkulaði og fræ en vandlega er fjallað um að lirfurnar séu ræktaðar þannig að þær séu sérstaklega hentug fæða fyrir menn og öll framleiðslan lífræn. Stangirnar innihalda vítamín og steinefni og eru meinhollar. Þegar fréttirnar um fyrirhugaða framleiðslu birtust á síðasta ári flugu tíðindin um allan heim, á fréttasíður í Asíu og vestanhafs og væntanlega má búast við því sama núna en það er sprotafyrirtæki þeirra félaga, Crowbar Protein, sem framleiðir vöruna. Þá hefur Hinrik Carl Ellertsson kokkur aðstoðað við að búa stangirnar til.

Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu við þá Búa Bjarmar og Stefán síðasta sumar þegar þróun framleiðslunnar var í gangi sagði Stefán að í lokaafurðinni væru engar lappir, vængi eða fálmara að finna heldur aðeins fínmalað og næringarríkt hveiti. Samskonar stangir mætti finna í takmörkuðum mæli í Bandaríkjunum en í Evrópu væru þeir væntanlega fyrstir til að framleiða orkustykki úr skordýrum og þeir ætli sér að viðhalda forskotinu á þeim markaði.

Forsíða Sunnudagsblaðsins í dag.
Forsíða Sunnudagsblaðsins í dag.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK