Framkvæmdir hafnar á Hlíðarenda

Fyrsta grafan er mætt að Hlíðarenda.
Fyrsta grafan er mætt að Hlíðarenda. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Framkvæmdir hófust um klukkan níu í morgun á Hlíðarenda þegar fyrsta grafan mætti til leiks. Búast má við því að allt að 800 til 850 íbúðir muni rísa á svæðinu á næstu sex árum. 

Fyrst verður lagður framkvæmdavegur um svæðið sem hugsaður er til þess að hægt sé að komast að öllum lóðunum níu á svæðinu. Reykja­vík­ur­borg, Knatt­spyrnu­fé­lagið Val­ur og Vals­menn hf. skrifuðu und­ir samn­ing við GT verk­taka á miðviku­dag.

Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður framkvæmdanna verði á bil­inu 25 til 30 millj­arðar króna. Brynj­ar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., sagði á dög­un­um í sam­tali við mbl að fjár­mögn­un­in væri fjölþætt og að þegar hefði náðst sam­starf við ís­lenska fag­fjár­festa.

Vals­menn hf. er í 40% eigu Knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vals auk rúm­lega 400 ein­stak­ling­a sem sam­an eiga 60% hlut. Valsmenn keyptu bygg­ing­ar­landið á Hlíðar­enda hinn 11. maí 2005 á 872 millj­ón­ir króna af Reykja­vík­ur­borg.

Um 200 íbúðir á svæðinu verða svo­kallaðar stúd­enta­ein­ing­ar og til út­leigu fyr­ir náms­menn. Byrjað verður á fram­kvæmd­um við um 600 íbúðir en helm­ing­ur þeirra verður tveggja her­bergja og rúm­ur fimmt­ung­ur þriggja her­bergja.

Framkvæmdir verði stöðvaðar

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði m.a. í ræðu sinni á flokksþingi Fram­sókn­ar­flokks­ins á föstudag að öll­um mætti vera ljóst „að grípa þarf til varna fyr­ir Reykja­vík­ur­flug­völl og koma í veg fyr­ir að borg­ar­yf­ir­völd grafi stöðugt und­an flug­vell­in­um og beiti brögðum til að losna við hann.“

Þá hefur Friðrik Páls­son, ann­ar formaður stuðnings­sam­taka Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, Hjart­ans í Vatns­mýr­inni, sagt að með því að hefja fram­kvæmd­ir á Hlíðar­enda væri verið að brjóta all­ar brýr sátta­ferl­is, sem meðal ann­ars væri verið að vinna að inn­an svo­kallaðrar Rögnu­nefnd­ar.

Hjartað í Vatnsmýrinni hefur skorað á Alþingi og innanríkisráðherra í fyrradag að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna hf. á Hlíðarenda.

Hjálm­ar Sveins­son, formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur, hefur bent á að fyrstu fram­kvæmd­ir á Hlíðar­enda­land­inu og að lagning framkvæmdavegarins hafi ekki neitt að gera með neyðarbraut­ina að gera 

Frétt mbl.is: Áhersl­an á smærri íbúðir við Hlíðar­enda

Frétt mbl.is: Íbúðir á svæðinu gætu orðið allt að 850

Frétt mbl.is: Mun gjör­breyta fjár­hag Vals

Áformuð byggð að Hlíðarenda.
Áformuð byggð að Hlíðarenda. Mynd/Hlíðarendabyggð
Mynd/Hlíðarendabyggð
Hlíðarendi Mikil uppbygging er áformuð vestan undir Öskjuhlíð.
Hlíðarendi Mikil uppbygging er áformuð vestan undir Öskjuhlíð. Tölvuteikning/Alark
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK