Afnámið gæti þýtt vaxtahækkun

Seðlabankinn. Rætt er um vextina vegna afnáms gjaldeyrishafta.
Seðlabankinn. Rætt er um vextina vegna afnáms gjaldeyrishafta. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem situr í samráðshópi um afnám hafta, telur að gefa þurfi meiri gaum að áhrifum afnáms hafta á vaxtastigið. Hvergi hafi verið minnst á það í gögnum um málið.

Mat tveggja hagfræðinga er að það gæti komið til vaxtahækkana en Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, telur núverandi vaxtamun við útlönd nægja til að hefja afnám hafta. „Það liggur hins vegar fyrir að ef eitthvað fer úrskeiðis, og krónan byrjar að falla, þarf Seðlabankinn að bregðast við með því að hækka vexti,“ segir Ásgeir við Morgunblaðið.

„Sú hætta blasir við að menn gætu gripið til þess ráðs að hækka vexti til að hemja útflæði gjaldeyris. Það væri mikill fórnarkostnaður,“ segir Steingrímur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK