Lóðakaup fyrir gagnaver við Esjuna

Reykjavíkurborg vill gagnaver í Varmadal.
Reykjavíkurborg vill gagnaver í Varmadal.

Reykjavíkurborg hefur gengið frá samningum um kaup á lóð í Varmadal við Esjurætur sem hugsuð er fyrir minni og stærri gagnaver ásamt annarri atvinnustarfsemi. Kaupsamningurinn verður lagður fyrir borgarráð á morgun.

Þetta kom fram á opnum kynningarfundi um fjárfestingu í Reykjavík, sem haldinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Þar fór Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, yfir þær framkvæmdir sem eru í deiglunni í Reykjavík. 

Gerist með stuttum fyrirvara

Í samtali við mbl segir Dagur að Reykjavíkurborg vilji vinna að því í samvinnu við orkufyrirtækin og Íslandsstofu að koma landinu betur á kortið hvað gagnaver varðar. „Þess vegna viljum við eiga tilbúið mjög gott svæði fyrir slíka uppbyggingu,“ segir Dagur. 

Hann segir greiningu á markaðnum benda til þess að gagnaver rísi oft með mjög stuttum fyrirvara og því þurfi skipulagið að vera tilbúið. Þá bendir Dagur jafnframt á að tengivirki frá Landsneti sé í grenndinni og því bjóði innviðir svæðisins upp á starfsemi sem þessa.

312 milljóna fjárfesting

Fjárfestingin nemur 312 milljónum króna og svæðið er alls um 180 hektarar að stærð. Dagur telur að mikil tækifæri felist í svæðinu á komandi árum. „Við sjáum fyrir okkur að þróa þetta sem spennandi atvinnusvæði með áherslu á grænan iðnað,“ segir Dagur.

Auk þess sem hluti svæðisins yrði frátekinn fyrir gagnaver yrði hluti svæðisins nýttur fyrir aðra atvinnustarfsemi.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á fundinum í morgun.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, á fundinum í morgun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK