Ekkert rými fyrir laumufarþega

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í Hörpu í dag.
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í Hörpu í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við stöndum frammi fyrir kröfum um 30 til 50 prósenta launahækkanir á sama tíma og svigrúm er til þess að verða við 1/10 af þeim,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins á ársfundi atvinnulífsins sem fer nú fram í Hörpu.

Hann vísaði til þess að einhverjir teldu að launakröfur þeirra myndu ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir. „Það er ekkert rými fyrir laumufarþega sem geta rifið sig lausa frá samfélaginu,“ sagði Björgólfur og bætti við að sérhver launahækkun eins hóps leiddi til hærri krafna hjá öðrum. 

Villa um fyrir fólki

Hann sagði forystumenn stéttarfélaga komast upp með að villa um fyrir almenningi með óskýrum málflutningi af launakjörum félagsmanna. „Þetta kann ekki góðri lukku að stýra.“

Þá sagði hann að allir þeir sem komnir væru af barnsaldri ættu að þekkja víxlverkanir kaupgjalds og verðlags. „Viðsemjendurnir eru komnir til vits og ára. Þeir vita hvað gerist þegar launahækkanir fara umfram það sem fyrirtæki geta staðið undir.“

Kemur verst við tekjulága

Björgólfur sagði mikilvægt að kjarasamningar styðji við almenna hagstjórn þar sem markmiðið væri að tryggja samkeppnishæfni, fjölgun starfa og betri lífskjör. Hóflegar launahækkanir væru best til þess fallnar að tryggja það.

Hann sagði þá tugprósenta hækkun sem stéttafélögin fara fram á geta kallað fram óðaverðbólgu sem komi verst við þá sem lægstar hafa tekjurnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK