Hvert er eiginlega vandamálið?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

For­sæt­is­ráðherra seg­ir að menn spyrji oft hvert sé eig­in­lega vanda­málið á Íslandi eft­ir hafa farið yfir kaup­mátt­ar­aukn­ingu síðustu ára, tekju­dreif­ingu, hlut­fall launa af verðmæta­sköp­un og spár um framtíðar­hag­vöxt.

Þetta kom fram í máli Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráðherra, á árs­fundi at­vinnu­lífs­ins sem fer nú fram í Hörpu.

Hann sagði að launaþróun á síðustu árum hafi verið merki­lega lík milli stétta. Helstu breyt­ing­arn­ar væru að lægri laun hefðu hækkað meira en meðallaun­in. „Laun verka­fólks hafa hækkað meira en stjórn­enda og laun kvenna hafa hækkað meira en laun karla.“ Sig­mund­ur sagði fá lönd vera með meiri tekju­jöfnuð en Ísland auk þess sem hlut­fall launa af verðmæta­sköp­un hafi verið hið þriðja hæsta í heim­in­um árið 2013.

Veiðieðlið að segja til sín

„Þrátt fyr­ir þess­ar staðreynd­ir rík­ir mik­il ólga á vinnu­markaði. Reikna má með að þetta stafi af þeirri já­kvæðu breyt­ingu að nú loks­ins sé eitt­hvað til skipt­anna og all­ir vilji fá sinn rétt­mæta hlut af nýrri verðmæta­sköp­un.“

„Það er eðli­legt, enda upp­lif­um við nú upp­gang í fyrsta sinn í lang­an tíma og veiðimann­seðlið seg­ir til sín. En það verða samt all­ir að sýna ábyrg,“ sagði Sig­mund­ur og bætti við að tug­pró­senta hækk­un stjórn­ar­launa í fyr­ir­tækj­um væru kol­röng og óá­byrg skila­boð inn í sam­fé­lagið á þess­um tíma. „Við þurf­um sam­eig­in­lega að byggja upp þjóðfé­lag festu og stöðug­leika og slík­ar hækk­an­ir hjálpa ekki til við það.“

Sigmundur Davíð og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í Hörpu í …
Sig­mund­ur Davíð og Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri SA, í Hörpu í dag. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK