Mikil eftirspurn er að myndast eftir minna húsnæði og er því helsti vandi fasteignamarkaðarins skortur á ódýru og smærra húsnæði, einkum á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta kemur fram í spá Capacent um fasteignamarkaðinn. Snorri Jakobsson, ráðgjafi og sérfræðingur hjá Capacent, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að fjölmenn kynslóð eftirstríðsáranna, sem er að ná 75 ára aldri, vilji minnka við sig og komast í smærra húsnæði auk þess sem yngri kynslóðin sem ætlar að kaupa sína fyrstu íbúð sé mjög fjölmenn.
„Það verður mikil fjölgun í hópi fólks á svonefndum húseignaraldri til 2020. Það er því ekki um fasteignabólu að ræða heldur ójafnvægi sem byrjaði að myndast 2012.“