Breskir fjárfestar vilja fjármagna sæstreng

ASC vill útvega um 2 milljónum breskra heimila vistvæna orku.
ASC vill útvega um 2 milljónum breskra heimila vistvæna orku. Rax / Ragnar Axelsson

Atlantic Superconnection Corporation (ASC) er heiti á félagi breskra fjárfesta sem miðar að því að fjármagna og setja upp 1.000 kílómetra langan sæstreng til Íslands. Um 500 milljarða króna þarf til verksins. 

Markmiðið með sæstrengnum er að útvega, með samningum við bresk stjórnvöld, meira en tveimur milljónum breskra heimila vistvæna orku.

Íslensk verðbréf í samstarfi við Kjarnann stóðu í dag fyrir opnum fundi um raforkusæstreng milli Íslands og Bretlands. Á fundinum hélt Charles Hendry, ráðgjafi og fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands, erindi um hugmyndir Breta að fjárfestingum í sæstrengnum, en hann er einn þeirra sem leiða verkefnið.

Viljayfirlýsing fyrir þremur árum

Í tíð hans sem ráðherra árið 2012 var undirrituð viljayfirlýsing við íslensk stjórnvöld sem miðar að því að skoða möguleika á lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands. Síðan þá hefur hann komið til Íslands nokkrum sinnum og fundað með ráðamönnum og aðilum í orkumálum hér á landi í tengslum við verkefnið.

Verða að ná saman

Samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu telur Hendry að lagning sæstrengsins sé vel möguleg tæknilega og að nauðsynlegt fjármagn muni nást í verkefnið. Hann bendir þó á að forsendur þess að fjármagn fáist séu þær að bresk og íslensk stjórnvöld nái saman um verkefnið.

Á heimasíðu ASC segir að sæstrengurinn eigi að verða sá lengsti í heimi og flytja um 1,2 gígavött af rafmagni til tveggja milljóna breskra heimila. Verkefnið kallast „IceLink“ og á heimasíðunni segir að hópurinn muni fjármagna allt verkefnið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK