Milljarðar dollara vegna Úkraínu

Dmitry Medvedev á rússneska þinginu í dag.
Dmitry Medvedev á rússneska þinginu í dag. AFP

Rúss­ar hafa þurft að greiða hátt gjald vegna Úkraínu­deil­unn­ar. Eða um 106 millj­arða doll­ara. Þetta kom fram í máli for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands í dag en þetta er í fyrsta sinn sem heild­ar­kostnaður­inn hef­ur verið gef­inn upp á þenn­an hátt.

Viðskiptaþving­an­ir Vest­ur­veld­anna kostuðu ríkið um 26,7 millj­ón­ir doll­ara árið 2014 að sögn Dmi­try Med­vedev, for­sæt­is­ráðherra. Á þessu ári gæti kostnaður­inn stór­auk­ist og numið allt að 80 millj­örðum doll­ara. Med­vedev sagði að fólk ætti ekki að lifa í sjálfs­blekk­ingu. Þetta væri ekki skamm­tímakreppa.

Vöru­skipti við ríki á evru­svæðinu dróg­ust sam­an um þriðjung og inn­flutn­ing­ur á mat­væl­um á fyrstu tveim­ur mánuðum árs­ins dróst sam­an um 40%. 

Í mars mæld­ist verðbólg­an 17% og hef­ur ekki verið hærri í 13 ár. Til þess að stemma stigu við henni hafa stýri­vext­ir verið hækkaðir ört og eru í dag 14%. Þá er bú­ist við að lands­fram­leiðsla drag­ist sam­an um 5% á ár­inu.

CNN grein­ir frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK