Len Blatvatnik er ríkasti maður Bretlands samkvæmt árlegri úttekt Times. Auðæfi hans eru metin á 13,7 milljarða punda. Bræðurnir Sri og Gopi Hinduja voru áður í efsta sæti listans.
Elísabet drotting er ekki á meðal þeirra þrjú hundruð ríkustu en hún var efst á listanum árið 1989. Þúsund ríkustu Bretarnir hafa helmingi meira á milli handa nú en fyrir tíu árum.
117 milljarðamæringar eru á listanum. Það eru heldur fleiri en í fyrra en þá voru 104 á listanum. 80 þeirra búa í London.