Samningar hafa verið undirritaðir um lagningu sæstrengs til gagnaflutninga yfir N-Atlantshaf, frá Írlandi til Bandaríkjanna. Um er að ræða áform um sama streng og kenndur var við Emerald Express, þar sem ætlunin var að tengja Ísland við strenginn.
Nú ber verkefnið heitið AEConnect og samningurinn er á milli írsks og bandarísks fyrirtækis. Kostnaður við lagningu strengsins er áætlaður um 40 milljarðar króna. Nýir aðilar hafa ekki áform um að standa fyrir tengingu til Íslands en búnaður til þess verður til staðar. Taka á strenginn í notkun í kringum næstu áramót.