Svefnaðstaða í Íslandsflugi

Boeing 757 vél Delta Air Lines á Keflavíkurflugvelli.
Boeing 757 vél Delta Air Lines á Keflavíkurflugvelli. mbl.is

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines verður fyrst flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi sem býður upp á fullkomna svefnaðstöðu um borð í svokölluðum „flat-bed” sætum. 

Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá félaginu, segir á vefnum Allt um flug en þetta er fimmta sumarið í röð sem Delta flýgur milli Íslands og New York (JFK) en Delta hefur jafnframt lengt ferðatímabilið um 6 vikur og verður fyrsta flugferðin laugardaginn 2. maí næstkomandi og verður flogið til loka september.

„Flat-bed” sætin verða í boði á Delta One viðskiptafarrými félagsins í ferðum hingað til lands í maí og september en sætin er hægt að leggja alveg niður og þá verður til 196 sentímetra langt rúm. Um er að ræða 16 „flat-bed” sæti í Boeing 757-200 þotu Delta, sem rúmar alls 168 farþega.

Yfir hásumarið verður Delta aftur á móti með 234 farþega Boeing 757-300 þotu í notkun og er þar um að ræða aukið sætaframboð frá því sem áður hefur verið. 

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK