Þýðir ekki að hugsa smátt

Írar hafa sett sér það markmið að fá 9 milljónir …
Írar hafa sett sér það markmið að fá 9 milljónir ferðamanna innan tveggja ára en Íslendingar eru með spá um 1,5 milljónir ferðamanna á sama tíma. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæði Írar og Íslendingar þurfa að finna tækifæri til að eiga viðskipti á hinum alþjóðlega markaði til að skapa áhugavert umhverfi fyrir kynslóðir framtíðarinnar í báðum löndunum og þá þýðir ekki að hugsa smátt.

Þetta kom fram í máli Colm Ó Floinn, framkvæmdastjóra viðskipta- og kynningarsviðs utanríkis- og viðskiptaráðuneytisins á Írlandi, á ársfundi Íslandsstofu í gær. Colm sagði frá því hvernig brugðist var með skipulögðum hætti við til að auka útflutningstekjur Írlands í kjölfar fjármála- og efnahagshrunsins en Írland varð illa úti í hruninu og glímir enn við miklar skuldir, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Til að ná aftur bata í efnahagslífinu settu yfirvöld alla áherslu á að skapa atvinnutækifæri með auknum útflutningi. Í samráði írsku ríkisstjórnarinnar og hagsmunaaðila á markaðnum voru settar saman ítarlegar áætlanir til að auka viðskipti, fjárfestingar og ferðaþjónustu á Írlandi með það að markmiði að ná fram sem mestum slagkrafti. Hann sagði að Írland hefði náð sér vel á strik og Írar væru komnir aftur á skrið, reynslunni ríkari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK