Verðhjöðnun að baki á evrusvæðinu

AFP

Fjögurra mánaða verðhjöðnunarskeiði er lokið á evrusvæðinu, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Evrópu, Eurostat.

Verðbólga í 19 ríkjum evrusvæðisins mældist engin, eða 0%, en 0,1% verðhjöðnun mældist í mars. Helsta skýringin á verðhjöðnuninni undanfarna mánuði er lækkun á orkukostnaði. 

Ljóst er að Seðlabanki Evrópu mun fagna þessum fréttum en í mars var gripið til viðamestu aðgerða sem bankinn hefur gripið til í peningastefnumálum.

Atvinnuleysi er áfram 11,3% en það mældist 11,7% fyrir ári síðan. Afar mismunandi er eftir evruríkjunum hversu hátt hlutfall íbúanna er án atvinnu. Í Þýskalandi mælist atvinnuleysið 4,7% á meðan það er 25,7% í Grikklandi. Um helmingur ungmenna í Grikklandi og Spáni eru án atvinnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK